Skip to content

Vinna við hendi námskeið

Boðið verður upp á bæði grunn – og framhaldsnámskeið í vinnu við hendi í mars og apríl. Hrafnhildur Helga reiðkennari kennir námskeiðin. Kennt verður á fimmtudögum í Samskipahöll milli kl.18-20. Námskeiðin hefjast fimmtudaginn 16.mars. Verð er 23.000kr. Skráning er hafin á sportabler.com.

Á grunnnámskeiðinu verður farið í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Einnig verður farið í grunnatriði í hringteymingum og hvernig hægt er að nota það sem viðbót við fjölbreytta þjálfun til að byggja upp réttu vöðvana í hestinum.

Á framhaldsnámskeiðinu er boðið upp á einstaklingsmiðaðri nálgun en haldið verður áfram með bæði vinnu í hendi og hringteymingar. Farið verður í fimiæfingar frá jörðu sem stuðla að því að auka sveigjanleika og styrk hestsins, ásamt aukinni nákvæmni í ábendingum knapa.
Einnig verður farið í meira krefjandi æfingar í hringteymingu sem stuðla að auknu jafnvægi og bættri líkamsbeitingu hestsins. Kynntar verða brokkspírur og hindranir á uppbyggilegan hátt, sem verða notaðar til að auka erfiðleikastig á einstaklingsmiðaðan máta.

Hér er hlekkur á skráningu á grunn námskeiðið;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTc2NTQ=

Hér er hlekkur á skráningu á framhalds námskeiðið;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTc2NTU=