Skip to content

Einkatímar hjá Steinari

Í febrúar og mars mun Steinar Sigurbjörnsson reiðkennari bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni annanhvern fimmtudag. Um verður að ræða fjóra 40 mínútna tíma. Kennt verður eftirfarandi fimmtudaga; 23.feb., 9.mars, 23.mars og 30.mars (síðustu tveir tímarnir verða kenndir með viku millibili vegna Páska). Tímasetningar í boði á milli kl.14:00 til 20:00.

Steinar starfaði í mörg ár í Bandaríkjunum sem reiðkennari og þjálfari við miklar vinsældir. Hann hefur einnig sinnt kennslu við Háskólann á Hólum. Hann hefur gefið út kennsluefni og byggt upp þjálfunarkerfi (Intrinzen) sem nálgast hestinn með áherslu á að bæta líkamsbeitingu hans og sjálfstraust. Steinar notast við skýra, hestvæna og árangursríka nálgun við reiðkennslu. Kennslan getur farið fram hvort sem er í reið eða í hendi allt eftir óskum og þörfum knapa og hests.

Skráning er opin og fer fram á Sportabler.
Beinn hlekkur á skráninguna;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTcyNjU=?

Verð fyrir fullorðna er 68.000 kr.
Verð fyrir yngri flokka er 58.000 kr. – skrá þarf í gegnum fraedslunefnd@sprettarar.is