Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Friðdóra Friðriksdóttir, reiðkennari og keppnisknapi, býður upp á stutta reiðtíma sem hugsaðir eru sem aðstoð fyrir keppni. Konur sem hafa hug á að taka þátt í Kvennatöltinu eru sérstaklega hvattar til að nýta sér þessa þjónustu. Þriðjudaginn 18. apríl og fimmtudaginn 20.apríl verða í boði tímar þar sem riðið er prógramm, hraði stilltur af, skerpt er á hraðabreytingum (ef við á), farið yfir beisla- og… Read More »Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Þrautabrautar og leikjadagur æskunnar

Sumardaginn fyrsta, þann 20.apríl, verður haldinn þrautabrautar- og leikjadagur fyrir æskuna í Spretti. Sett verður upp þrautabraut í Samskipahöllinni ásamt því að farið verður í leiki, á hestbaki. Við byrjum á allra yngstu knöpunum kl.10, börn og unglingar mæta kl.11 og svo mæta allir saman kl.12. Til að áætla fjölda „sumargjafa“ og veitinga er nauðsynlegt að skrá sig til leiks í sportabler, heitið er þrautabrautar… Read More »Þrautabrautar og leikjadagur æskunnar

Úrslit frá gæðingakeppni Blue Lagoon mótaraðar Spretts

Fjórða og síðasta mótið í mótaröð Blue Lagoon og Spretts fór fram mánudaginn 27. mars í Samskipahöllinni í Spretti. Keppt var í gæðingakeppni innanhúss. Um 40 þátttakendur voru skráðir til leiks, flestir í unglingaflokki. Í barnaflokki var það Þórhildur Helgadóttir á Kóng frá Korpu sem bar sigur úr býtum með einkunnina 8,56. Í unglingaflokki var það svo Elsa Kristín Grétarsdóttir á Arnari frá Sólvangi sem… Read More »Úrslit frá gæðingakeppni Blue Lagoon mótaraðar Spretts

Stigakeppni knapa í Blue Lagoon

Staðan í einstaklingskeppni knapa í Blue Lagoon mótaröð Spretts. Síðasta mótið í mótaröð Blue Lagoon og Spretts þetta árið fer fram mánudaginn 27.mars nk. Þá verður keppt í gæðingakeppni innanhúss og er skráning í fullum gangi fram til miðnættis 24.mars á sportfengur.com. Eins og áður þá safna knapar sér stigum með þátttöku í hverju móti. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í stigakeppninni fyrir síðasta… Read More »Stigakeppni knapa í Blue Lagoon

Utanlandsferð barna og unglinga Spretts

Á uppskeruhátíð barna og unglinga síðasta haust var ákveðið að stofna barna- og unglingaráð Spretts. Í ráðinu sitja Elva Rún Jónsdóttir, Hulda Ingadóttir, Óliver Gísli Þorrason, Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir, Kristín Elka Svansdóttir og Kári Sveinbjörnsson. Á fundunum situr einnig Þórdís Gylfadóttir yfirþjálfari yngri flokka og Þórunn Hannesdóttir formaður Æskulýðsnefndar Spretts. Á síðasta fundi barna- og unglingaráðs var ákveðið að setja stefnuna á hestasýningu erlendis seinna… Read More »Utanlandsferð barna og unglinga Spretts

Hindrunarstökk fullorðinna

Hindrunarstökksnámskeið fyrir fullorðna verður haldið í Spretti og hefst sunnudaginn 26.mars. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir fullorðna knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn: hnakkur, beisli, hringtaumsmúll/tamningabeisli,… Read More »Hindrunarstökk fullorðinna

Hindrunarstökksnámskeið

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst sunnudaginn 26.mars. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir knapa í yngri flokkum, 10 ára til 21 árs, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf… Read More »Hindrunarstökksnámskeið

opið æfingamót í gæðingalist

Haldið verður opið æfingamót í gæðingalist laugardaginn 18. mars nk. í Samskipahöllinni í Spretti. Stefnt er að byrja keppni um kl.14:30 eða 15:00 á laugardegi, fer eftir fjölda skráninga. Mótið er æfingamót, það verða tveir virkir gæðingalistar dómarar sem gefa einkunnir og umsögn sem keppendur fá svo sent til sín í tölvupósti. Engin úrslit riðin, bara forkeppni. Hægt er að skrá til keppni í öllum… Read More »opið æfingamót í gæðingalist

Einkatímar hjá Viðari

Þriðjudaginn 28.mars og mánudaginn 3.apríl mun Viðar Ingólfsson bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti.  Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir 28.mars og 3.apríl í Samskipahöllinni. Tímasetningar í boði frá kl.16:15-20:00. Eingöngu 6 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Skráning er opin inni á Sportabler. https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTc3OTc=?