Skip to content

Utanlandsferð barna og unglinga Spretts

Á uppskeruhátíð barna og unglinga síðasta haust var ákveðið að stofna barna- og unglingaráð Spretts. Í ráðinu sitja Elva Rún Jónsdóttir, Hulda Ingadóttir, Óliver Gísli Þorrason, Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir, Kristín Elka Svansdóttir og Kári Sveinbjörnsson. Á fundunum situr einnig Þórdís Gylfadóttir yfirþjálfari yngri flokka og Þórunn Hannesdóttir formaður Æskulýðsnefndar Spretts.

Á síðasta fundi barna- og unglingaráðs var ákveðið að setja stefnuna á hestasýningu erlendis seinna á árinu. Nánar tiltekið á Sweden International Horse Show í Stokkhólmi í Svíþjóð 1.-3.des. nk.

Öll börn og unglingar í Spretti eru hvött til þess að koma með! Til að kynna þetta betur fyrir börnum, unglingum og foreldrum verður haldinn kynningarfundur miðvikudaginn 29. mars nk. í veislusal Spretts kl.19:30. Endilega að mæta og fá nánari upplýsingar um fyrirhugaða ferð og fjáraflanir í tengslum við ferðina.

Vonandi sjáum við sem flesta!

Með kveðju,
Barna- og unglingaráð Spretts.