Skip to content

Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Friðdóra Friðriksdóttir, reiðkennari og keppnisknapi, býður upp á stutta reiðtíma sem hugsaðir eru sem aðstoð fyrir keppni. Konur sem hafa hug á að taka þátt í Kvennatöltinu eru sérstaklega hvattar til að nýta sér þessa þjónustu.

Þriðjudaginn 18. apríl og fimmtudaginn 20.apríl verða í boði tímar þar sem riðið er prógramm, hraði stilltur af, skerpt er á hraðabreytingum (ef við á), farið yfir beisla- og hlífabúnað ásamt undirbúningi fyrir keppni.

Kennt verður í 20mín hvort skiptið, tímasetningar í boði á milli kl.17:00 og 19:00 í allri Samskipahöllinni. Gert er ráð fyrir að knapar verði búnir að hita upp áður en þeirra tími hefst. Á þessum tíma er öll höllin frátekin fyrir æfingatíma fyrir Kvennatölt, það getur því verið svo að fleiri knapar verði í höllinni á sama tíma til undirbúnings fyrir Kvennatölt. Hverjum og einum nemanda verður leiðbeint í gegnum þráðlausan búnað. Verð er 9.000kr.

Skráning er opin á sportabler.com og stendur til mánudagsins 17. apríl.

https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTgxMTk=?