Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Hindrunarstökksnámskeið

Vinsælu hindrunarstökksnámskeiðin verða áfram í boði í haust og vetur í Spretti. Námskeiðið er fyrir knapa í yngri flokkum, 10-21 árs, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Stefnt verður að því að búa til sýningarhóp fyrir þá sem hafa áhuga á því. Námskeiðið verður haldið í Húsasmiðjuhöll og verður kennt á miðvikudögum. Virkilega skemmtilegt námskeið þar sem markmið námskeiðsins er að auka þor manns… Read More »Hindrunarstökksnámskeið

Námskeiðahald Spretts

Nú fer sumar og haustfrí ferfættu félaga okkar að ljúka og námskeiðahald á vegum Spretts að fara á fullt. Það eru mörg spennandi námskeið í boði og við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með hér á fb og heimasíðu félagsins, sprettur.is. Einnig er hægt að fylgjast með á sportabler.com/shop/hfsprettur en þar sést hvaða námskeið eru í boði hverju sinni. Svo er auðvitað póstlistinn góði… Read More »Námskeiðahald Spretts

Dagskrá æskunnar

Sameiginleg dagskrá æskulýðsnefndar Spretts og Barna- og unglingaráðs Spretts fyrir haustið 2023. Hver og einn viðburður verður kynntur betur þegar nær dregur. 26.september þriðjudagur kl.19-21. Spil og bíó í veislusal Spretts. Í boði verður krap og léttur nammibar. 10.október þriðjudagur kl.18-22. RisaBingó æskulýðsnefndar í veislusal Spretts. Opið öllum gegn vægu gjaldi. 30.okt mánudagur. Heimsmeistaraheimsókn til Jóhannu Margrétar Snorradóttur á Árbakka. Tímasetning og fararmáti auglýst nánar… Read More »Dagskrá æskunnar

Frumtamninganámskeið

Róbert Petersen reiðkennari verður með vinsælu frumtamningarnámskeiðin sín í Spretti í haust. Námskeiðið hefst mánudaginn 2.október 2023 og er fyrsti tíminn bóklegur tími á 2.hæð Samskipahallarinnar, þar sem allir hóparnir mæta á sama tíma kl.18:00.Verklegir tímar hefjast svo þriðjudaginn 3.október og þá kemur hver þátttakandi með sitt trippi. Í boði verða tímasetningar kl.17-18, 18-19, 19-20 og 20-21.  Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu þætti… Read More »Frumtamninganámskeið

Námskeiðahald og fræðsla

Dagskrá námskeiðahalds og fræðslu fyrir haustmánuði (okt – des) á vegum Spretts verður kynnt á næstu dögum. Það verður margt um að vera líkt og áður. Allar hugmyndir frá félagsmönnum um hvað þeir vilja sjá og læra eru vel þegnar og má gjarnan senda á fraedslunefnd@sprettarar.is Námskeiðahald og fræðsla mun fara af stað í október og mun Róbert Petersen ríða á vaðið með sínum vinsælu… Read More »Námskeiðahald og fræðsla

Hindrunarstökksmót Spretts

Sunnudaginn 7. maí verður haldið hindrunarstökksmót í Húsasmiðjuhöllinni í Spretti. Keppni verður með eftirfarandi hætti; Kl.14:00 Brautin verður sett upp.Kl.14:30 Keppendum gefst kostur á að skoða brautina ásamt hesti sínum.Kl.15:00 Keppni hefst. Fyrst verður keppt í flokki 17 ára og yngri, tvær umferðir. Að honum loknum hefst keppni í 18 ára og eldri, tvær umferðir. Verðlaunaafhending að loknum báðum flokkum. Riðnar verða tvær umferðir, betri… Read More »Hindrunarstökksmót Spretts

Útreiðanámskeið fyrir börn og unglinga

Boðið verður upp á útreiðarnámskeið í maí fyrir börn og unglinga. Á námskeiðinu verður farið yfir stjórnun og ásetu hjá knapa ásamt því að þjálfa markvisst gangtegundir og hvernig hægt er að nýta reiðleiðir og mismunandi landslag til þjálfunar. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að nýta sér útigerði og hringgerði til þjálfunar. Einungis 3-4 í hverjum hóp, samtals 5 skipti, um 60mín hver… Read More »Útreiðanámskeið fyrir börn og unglinga

Flóamarkaður Spretts

Fimmtudaginn 4. maí nk. mun Æskulýðsnefnd Spretts standa fyrir Flóamarkaði í veislusal Spretts milli kl.17-20. Þar verður hægt að versla ódýr, notuð en vel með farin hestaföt og búnað fyrir alla aldurshópa. Þeir sem hafa hug á að selja fatnað og búnað sjálfir geta leigt borð á 5000kr. Þeir sem hafa hug á að gefa æskulýðsnefnd notaðan fatnað geta komið með fatnað og búnað milli… Read More »Flóamarkaður Spretts

Helgarnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni!

Reiðkennarinn Hans Þór Hilmarsson heldur námskeið í Spretti helgina 6.-7.maí nk. Kennt verður laugardag og sunnudag í 40 mín einkatímum. Kennt verður í Samskipahöll. Tímasetningar í boði á milli kl.9:00 og 17:00 laugardag og sunnudag. Hans Þór hefur getið sér gott orð bæði á keppnis- og kynbótavellinum og þykir bæði fjölhæfur og flinkur knapi. Að ógleymdri stórsýningu hans á Sindra frá Hjarðartúni, sem fór í… Read More »Helgarnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni!