Sameiginleg dagskrá æskulýðsnefndar Spretts og Barna- og unglingaráðs Spretts fyrir haustið 2023. Hver og einn viðburður verður kynntur betur þegar nær dregur.
26.september þriðjudagur kl.19-21. Spil og bíó í veislusal Spretts. Í boði verður krap og léttur nammibar.
10.október þriðjudagur kl.18-22. RisaBingó æskulýðsnefndar í veislusal Spretts. Opið öllum gegn vægu gjaldi.
30.okt mánudagur. Heimsmeistaraheimsókn til Jóhannu Margrétar Snorradóttur á Árbakka. Tímasetning og fararmáti auglýst nánar síðar.
16.nóvember fimmtudagur kl.18-22. Uppskeruhátíð yngri flokka í veislusal Spretts.
Verðlaunaafhendingar, skemmtiatriði og veitingar.
30.nóvember til 3.desember fimmtudagur til sunnudags. Utanlandsferð Æskulýðsnefndar á Sweden International Horse Show.
20.desember miðvikudagur kl.18-22. „Litlu jólin“ í veislusal Spretts. Nánar auglýst síðar.
Ljósmynd fengin að láni frá Liga Liepina – equine photography