Skip to content

Námskeiðahald og fræðsla

Dagskrá námskeiðahalds og fræðslu fyrir haustmánuði (okt – des) á vegum Spretts verður kynnt á næstu dögum. Það verður margt um að vera líkt og áður. Allar hugmyndir frá félagsmönnum um hvað þeir vilja sjá og læra eru vel þegnar og má gjarnan senda á [email protected]

Námskeiðahald og fræðsla mun fara af stað í október og mun Róbert Petersen ríða á vaðið með sínum vinsælu frumtamninganámskeiðum. Skráning hefst fimmtudaginn 17.ágúst.

Auk þess verður í boði nú á haustmánuðum hestamennskunámskeið, knapamerki, afreksnámskeið og hindrunarstökksnámskeið sem eru sérstaklega ætluð fyrir yngri knapana. Ekki má gleyma utanlandsferð yngri flokka Spretts á hestasýningu erlendis. Einnig verða í boði helgarnámskeið, einkatímar með Árnýju Oddbjörgu og fleiri reiðkennurum. Einnig verður stefnt að fyrirlestrum og sýnikennslum í október og nóvember.

Eftir áramótin verður ýmislegt skemmtilegt á dagskrá, meðal annars helgarnámskeið með erlendum reiðkennurum sem og vinsælum íslenskum reiðkennurum.

Við minnum á póstlista Spretts þar sem námskeið verða auglýst sérstaklega. Hægt er að skrá sig á póstlistann á heimasíðu Spretts, sprettur.is.

Eins og áður fara allar skráningar á námskeið á vegum Spretts fram á sportabler.com – hér er slóð á vefverslun Spretts á Sportabler – www.sportabler.com/shop/hfsprettur.