Skip to content

Fréttir

Niðurstöður Joserafimmgangsins

Í kvöld fór fram Jósera-fimmgangurinn í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts. Keppnin var gríðar spennandi og litu margar góðar sýningar dagsins ljós, greinilegt var að keppendur hafa lagt nótt við dag við þjálfun hesta sinna. Niðurstöður kvöldsins eru eftirfarandi. Sigurvegari kvöldsins var Sanne Van Hezel Völundur frá Skálakoti, keppa þau fyrir Stjörnublikks Sigurvegari B-úrslita var Auður Stefánsdóttir á hryssunni Söru frá Vindási, keppa þær fyrir lið Vagna… Read More »Niðurstöður Joserafimmgangsins

Stigakeppni knapa í Blue Lagoon

Staðan í einstaklingskeppni knapa í Blue Lagoon mótaröð Spretts. Síðasta mótið í mótaröð Blue Lagoon og Spretts þetta árið fer fram mánudaginn 27.mars nk. Þá verður keppt í gæðingakeppni innanhúss og er skráning í fullum gangi fram til miðnættis 24.mars á sportfengur.com. Eins og áður þá safna knapar sér stigum með þátttöku í hverju móti. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna í stigakeppninni fyrir síðasta… Read More »Stigakeppni knapa í Blue Lagoon

Aðalfundur Spretts 28.3.´23

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2021 til janúar 2023 þann 28.mars n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins. 1. Fundarsetning.2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.4. Framlagning reikninga félagsins.5. Lagabreytingar.6. Kosning stjórnar skv. 6. gr. laga félagsins.7. Kosning tveggja skoðunarmanna og… Read More »Aðalfundur Spretts 28.3.´23

Dymbilvikusýning Spretts 2023

Nú styttist óðfluga í Dymbilvikusýningu Spretts 2022. Sýningin verður þann 5.apríl næstkomandi og þá munum við eins og undanfarin ár halda létta keppni milli nágranna hestamannafélaganna um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi.Ýmis ræktunarbú munu koma fram með hross, yngri kynslóðin í Spretti sýnir sig. Íþróttafólk Spretts verður heiðrað ofl ofl ofl. Ef Sprettarar hafa áhuga á að koma fram með… Read More »Dymbilvikusýning Spretts 2023

Joserafimmgangur Samskipadeildarinnar

Nú styttist heldurbetur í Josera-fimmgangsveisluna í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts. Greinilegt er að liðin hafa verið dugleg að æfa sig fyrir fimmganginn því skráningin er frábær. Húsið opnar kl 17:00 og verða kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi á boðstólum í veitingasölunni, auðvitað verður barinn líka opinn. Josera verður með sölubás í veislusalnum og verður vafalaust hægt að gera góð kaup þar. Mótið hefst kl 18:00,… Read More »Joserafimmgangur Samskipadeildarinnar

Aðalfundur Spretts 28.mars

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2021 til janúar 2023 þann 28.mars n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar. Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins. 1. Fundarsetning.2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.4. Framlagning reikninga félagsins.5. Lagabreytingar.6.… Read More »Aðalfundur Spretts 28.mars

Utanlandsferð barna og unglinga Spretts

Á uppskeruhátíð barna og unglinga síðasta haust var ákveðið að stofna barna- og unglingaráð Spretts. Í ráðinu sitja Elva Rún Jónsdóttir, Hulda Ingadóttir, Óliver Gísli Þorrason, Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir, Kristín Elka Svansdóttir og Kári Sveinbjörnsson. Á fundunum situr einnig Þórdís Gylfadóttir yfirþjálfari yngri flokka og Þórunn Hannesdóttir formaður Æskulýðsnefndar Spretts. Á síðasta fundi barna- og unglingaráðs var ákveðið að setja stefnuna á hestasýningu erlendis seinna… Read More »Utanlandsferð barna og unglinga Spretts

Þriðjudagsreiðtúrar

Nokkrir rólyndis Sprettarar hafa áhuga á að sameinast um reiðtúr einu sinni í viku, lagt verður af stað frá Samskipahöllinni kl 14:00 á þriðjudögum. Miðað er við ca 1klst reiðtúr í rólegheitum, njóta en ekki þjóta er hugafar hópsins. Ákveðið verður í upphafi hvers reiðtúrs hvert ferðinni er heitið. Sjámust næsta þriðjudag kl 14:00 við Samskipahöllina. Þriðjudagshópurinn

Niðurstöður annarra vetrarleika Spretts 2023

Aðrir vetrarleikar Spretts fóru fram í dag. Þátttaka var með ágætum og sérstaklega gaman að sjá hversu margir pollar mættu á völlinn á gæðingum sínum. Niðurstöður dagsins. Pollar teymdir Iðunn Egilsdóttir Tjörvi Ragnheiðarstöðum 17v brúnn Bjarni Hrafn Sigurbjörnsson Glói Stóra Hofi 28v Rauðglófextur stjórnóttur Ásta Ágústa Berg Sigurðardóttir Vilja Hestheimum 19v Rauðstjórnóttur Telma Rún Árnadóttir Fengur Sauðárkróki 12v Rauðblesóttur Hildur Inga Árnadóttir Prins Sauðárkróki 12… Read More »Niðurstöður annarra vetrarleika Spretts 2023

Kvennatölt 2023

Hið sívinsæla og upprunalega Kvennatölt fer fram í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 22.apríl n.k. Sú nýbreytni er að í boði verða fimm flokkar og er gerð tilraun til að lýsa þeim hér að neðan til að auðvelda knöpum að staðsetja sig og vonandi koma í veg fyrir þá óánægju sem hefur komið upp á hverju ári varðandi skráningar einstaka knapa. Athugið að ávallt er miðað… Read More »Kvennatölt 2023