Skip to content

Námskeið

Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Friðdóra Friðriksdóttir, reiðkennari og keppnisknapi, býður upp á stutta reiðtíma sem hugsaðir eru sem aðstoð fyrir keppni. Konur sem hafa hug á að taka þátt í Kvennatöltinu eru sérstaklega hvattar til að nýta sér þessa þjónustu. Þriðjudaginn 18. apríl og fimmtudaginn 20.apríl verða í boði tímar þar sem riðið er prógramm, hraði stilltur af, skerpt er á hraðabreytingum (ef við á), farið yfir beisla- og… Read More »Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Hindrunarstökk fullorðinna

Hindrunarstökksnámskeið fyrir fullorðna verður haldið í Spretti og hefst sunnudaginn 26.mars. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir fullorðna knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn: hnakkur, beisli, hringtaumsmúll/tamningabeisli,… Read More »Hindrunarstökk fullorðinna

Hindrunarstökksnámskeið

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst sunnudaginn 26.mars. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir knapa í yngri flokkum, 10 ára til 21 árs, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf… Read More »Hindrunarstökksnámskeið

opið æfingamót í gæðingalist

Haldið verður opið æfingamót í gæðingalist laugardaginn 18. mars nk. í Samskipahöllinni í Spretti. Stefnt er að byrja keppni um kl.14:30 eða 15:00 á laugardegi, fer eftir fjölda skráninga. Mótið er æfingamót, það verða tveir virkir gæðingalistar dómarar sem gefa einkunnir og umsögn sem keppendur fá svo sent til sín í tölvupósti. Engin úrslit riðin, bara forkeppni. Hægt er að skrá til keppni í öllum… Read More »opið æfingamót í gæðingalist

Einkatímar hjá Viðari

Þriðjudaginn 28.mars og mánudaginn 3.apríl mun Viðar Ingólfsson bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti.  Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir 28.mars og 3.apríl í Samskipahöllinni. Tímasetningar í boði frá kl.16:15-20:00. Eingöngu 6 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Skráning er opin inni á Sportabler. https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTc3OTc=?

Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl

Reiðámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl Vinsælu námskeiðin hennar Sigrúnar Sigurðardóttur halda áfram næsta mánudag, 20.mars. Námskeiðin eru almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur. Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega… Read More »Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl

Einkatímar hjá Snorra Dal

Reiðkennarinn Snorri Dal býður upp á einkatíma í Samskipahöll annan hvern miðvikudag. Snorri Dal er farsæll tamningamaður og þjálfari sem hefur einnig átt góðu gengi að fagna á keppnisvellinum. Snorri, sem er atvinnumaður í greininni, rekur ásamt fjölskyldu sinni tamninga- og þjálfunarstöð í Hafnarfirði. Snorri býr yfir gríðarlega mikilli reynslu þegar kemur að þjálfun hesta. Kennt verður í 40mín einkatímum, tímasetningar í boði milli kl.8-10… Read More »Einkatímar hjá Snorra Dal

Vinna við hendi námskeið

Boðið verður upp á bæði grunn – og framhaldsnámskeið í vinnu við hendi í mars og apríl. Hrafnhildur Helga reiðkennari kennir námskeiðin. Kennt verður á fimmtudögum í Samskipahöll milli kl.18-20. Námskeiðin hefjast fimmtudaginn 16.mars. Verð er 23.000kr. Skráning er hafin á sportabler.com. Á grunnnámskeiðinu verður farið í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að… Read More »Vinna við hendi námskeið