Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Einkatímar hjá Ylfu Guðrúnu

Reiðkennarinn Ylfa Guðrún Svafarsdóttir býður upp á einkatíma.  Kennt verður annanhvern miðvikudag, fyrsti tími miðvikudaginn 13.mars. Kennt er í Samskipahöll og Húsasmiðjuhöll. Samtals 4 skipti. Síðasti tíminn er kenndur 24.apríl. Kennt er í 45mín einkatímum, tímasetningar í boði á milli 15 og 19.Verð fyrir fullorðna er 49.000kr. Verð fyrir yngri flokka er 38.500kr. Yngri flokkar skrá sig með því að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is  Kennsludagar eru; 13.mars… Read More »Einkatímar hjá Ylfu Guðrúnu

Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen

Reiðkennarinn og reynsluboltinn Róbert Petersen býður upp á einka- og paratíma í Samskipahöllinni í vetur. Kennslan er sérsniðin að þörfum og óskum hvers og eins nemanda/hesti. Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöllinni. Kennsla hefst þriðjudaginn 5.mars og eru tímasetningar í boði milli kl.17-21. Í boði eru paratímar, kennt er í 60mín. og einkatímar, kennt er í 40mín. Kennslu lýkur 9.apríl, samtals 6 skipti. Skráning hefst… Read More »Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen

Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig

Vinsælu námskeiðin hennar Sigrúnar Sigurðardóttur hefjast aftur mánudaginn 25.mars nk. Námskeiðin eru almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur. Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega byrja með nýja hesta. Námskeiðið hefst þann 25.mars 2024,… Read More »Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig

Einkatímar hjá Árnýju

Einkatímar hjá Árnýju Oddbjörgu. Námskeiðið hefst 13.mars, kenndir eru 8 * 30mín tímar, námskeiðinu lýkur 15.maí. Kennt er í Samskipahöll.  ATH! Ekki er kennt miðvikudaginn 27.mars vegna Dymbilvikusýningar.  ATH! Eingöngu eitt pláss á hvern einstakling.  Reiðtímar í boði á milli kl.14:30-19:30.  Verð fyrir fullorðinn er 55.000kr. Verð fyrir yngri flokka er 40.500kr.  Skráning opnar laugardaginn 24.febrúar kl.12:00 á sportabler.com/shop/hfsprettur

Einkatímar Anton Páll

Reiðkennarinn Anton Páll Níelsson býður upp á einkatíma í mars og apríl. Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru fimmtudaginn 14.mars og miðvikudaginn 10.apríl. Kennsla fer fram í Húsasmiðjuhöll báða dagana milli kl.8-16. Verð fyrir fullorðna er 35.000kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Knapar… Read More »Einkatímar Anton Páll

Námskeiðsframboð og skráning á námskeið

Mikil ásókn hefur verið á námskeið á vegum Spretts og oftar en ekki komast færri að en vilja. Því hefur verið líkt við villta vestrið að skrá sig á sum námskeið sem eru hvað vinsælust. Það er því hugmynd að skráning á ný námskeið verði framvegis á sama tíma og sama vikudegi, svo allir séu meðvitaðir um hvenær skráning hefst. Kl.12:00 á laugardögum opnar skráning… Read More »Námskeiðsframboð og skráning á námskeið

Metskráningar á BLUE LAGOON mótaröðina

BLUE LAGOON mótaröð Spretts fór af stað fyrr í kvöld. Mótaröðin hófst á fjórgangi og voru sýningar unga fólksins glæsilegar! Krakkarnir eru greinilega í keppnisgír því skráningar voru rúmlega 80 talsins eða nær tvöföldun í skráningum frá því í fyrra. BLUELAGOON mótaröðin er orðin ein vinsælasta og stærsta mótaröðin sem haldin er. Keppendur komu víða að, m.a. frá Hendingu á Ísafirði, Snæfellingi á Snæfellsnesi, Geysi… Read More »Metskráningar á BLUE LAGOON mótaröðina

Slaufuhópur fyrir yngri flokka

Síðustu forvöð að skrá sig – skráningu lýkur í kvöld! Hér er beinn hlekkur á skráningu https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY4Mzk= Hópurinn er ætlaður unga fólkinu, frá 10 ára til 18 ára og er markmiðið að setja upp skemmtilegt sýningaratriði sem sýnt verður á Dymbilvikusýningu og kannski á fleiri stöðum? Aðalmarkmið hópsins er þó að hittast, hafa gaman með jafnöldrum og hestunum. Ávinningur námskeiðsins er þó miklu meiri en… Read More »Slaufuhópur fyrir yngri flokka

Opið æfingamót í Gæðingalist!

Laugardaginn 24.febrúar verður haldið opið æfingamót í Gæðingalist í Samskipahöllinni í Spretti milli kl.15-19. Boðið verður upp á mismunandi stærðir af keppnisvelli til að líkja eftir aðstæðum í hverri keppnisdeild fyrir sig. Tveir dómarar dæma og gefa umsögn. Hver knapi fær um 7-8mín og því gefst tækifæri á að ríða um inni í 1-2mín áður en sýning hefst og ræða stuttlega við dómara að sýningu… Read More »Opið æfingamót í Gæðingalist!

námskeið

Skráning á námskeið er í fullum gangi! – Helgina 16.-18.febrúar verður haldið járninganámskeið í Samskipahöllinni, enn er hægt að bætast við 🙂– Ungir Sprettarar ætla að búa til glæsilegt atriði fyrir komandi Dymbilvikusýningu og enn er hægt að bætast í hópinn. Lofað verður miklu stuði og miklu fjöri! Kennt verður annanhvern laugardag og fyrsti tími verður haldinn 17.feb.-„Bling námskeið“ verður haldið fyrir unga Sprettara miðvikudaginn… Read More »námskeið