Skip to content

Metskráningar á BLUE LAGOON mótaröðina

BLUE LAGOON mótaröð Spretts fór af stað fyrr í kvöld. Mótaröðin hófst á fjórgangi og voru sýningar unga fólksins glæsilegar! Krakkarnir eru greinilega í keppnisgír því skráningar voru rúmlega 80 talsins eða nær tvöföldun í skráningum frá því í fyrra. BLUELAGOON mótaröðin er orðin ein vinsælasta og stærsta mótaröðin sem haldin er. Keppendur komu víða að, m.a. frá Hendingu á Ísafirði, Snæfellingi á Snæfellsnesi, Geysi á Hvolsvelli, Háfeta í Þorlákshöfn og Mána í Keflavík. Vert að minnast þess að skipulagning og framkvæmd mótaraðarinnar er unnin af sjálfboðaliðum innan Spretts en allur ágóði hennar fer til styrktar æskulýðsstarfs í Spretti. Sem fyrr er BLUE LAGOON bakhjarl keppninnar og styður þannig við bakið á æskulýðsstarfi hestaíþróttarinnar með myndarlegum hætti. Vegna mikillar skráningar var ákveðið að gefa einum heppnum keppenda þátttökuverðlaun sem Lífland og TopReiter gáfu. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Tara Lovísa Karlsdóttir, úr hestamannafélaginu Herði, var sú heppna sem var dregin út og hlýtur stallmúl, taum og tvo fóðurpoka, Mátt og Kraft. Verðlaun kvöldins voru glæsileg en m.a. hlutu vinningshafar hófsköfu, fóðurdall, húfur frá Hamarsey, Pavo bakpoka, buff, Kingsland handklæði, Leovet sprey, Pavo fóður, hestanammi og gjafabréf í Arena. Ljósmyndari kvöldsins var hún Anna okkar og munu myndir af keppendum birtast á facebook síðu Spretts á næstu dögum. Næsta mót fer fram fimmtudaginn 29.febrúar, þá verður boðið upp á pollaflokk og fimmgang. Pollaflokkur er opin keppni og við hvetjum alla polla landsins til að mæta til leiks og hafa gaman saman!
Sem fyrr segir var keppt í fjórgangi í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. Boðið var upp á tvo flokka í barnaflokki, V5 og V2.

Niðurstöður voru eftirfarandi:
V5 barnaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Una Björt Valgarðsdóttir / Sæli frá Njarðvík 6,29
2 Elísabet Benediktsdóttir / Glanni frá Hofi 6,04
3 Helga Rún Sigurðardóttir / Fannar frá Skíðbakka III 5,96
4 Elena Ást Einarsdóttir / Sunna frá Akurgerði 4,17
5 Sólbjört Elvira Sigurðardóttir /Neisti frá Grindavík 2,83

V2 barnaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Linda G. Friðriksdóttir / Tenór frá Litlu-Sandvík 6,67
2 Viktoría Huld Hannesdóttir / Þinur frá Enni 6,47
3 Kristín Rut Jónsdóttir / Ás frá Hofsstöðum, Gbæ 6,40
4 Kári Sveinbjörnsson / Nýey frá Feti 5,90
5 Ragnar Dagur Jóhannsson / Alúð frá Lundum II 5,80
6 Íris Thelma Halldórsdóttir / Blakkurfrá Árbæjarhjál II 5,50

V2 unglingaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Ragnar Snær Viðarsson / Ási frá Hásæti 6,87
2 Sigurbjörg Helgadóttir / Sigga frá Reykjavík 6,77
3 Ásta H. Ríkharðsdóttir / Garri frá Bessastöðum 6,57
4 Svandís Aitken Sævarsdóttir / Huld frá Arabæ 6,53
5 Camilla D. Ívarsd. S. /Hvirfill frá Haukagili 6,50
6 Kristín Karlsdóttir / Kopar frá Klauf 6,47
7 Ragnar B. Sveinb. / Aðgát frá Víðivöllum fremri 5,43

V2 ungmennaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Glódís Líf Gunnarsdóttir / Goði frá Ketilsstöðum 6,70
2 Harpa Dögg B. Heiðarsdóttir /Hrynjandi frá Kviku 6,50
3 Lilja Dögg Ágústsdóttir / Döggin frá Eystra-Fróðholti 6,47
4 Júlía G. Gunnarsdóttir / Vörður frá Eskiholti II 6,23
5 Svana Hlín Eiríksdóttir / Erpur frá Hlemmiskeiði 2 6,07
6 Þórdís Agla Jóhannsdóttir / Kolfinna frá Björgum 5,17