Skip to content

Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig

Vinsælu námskeiðin hennar Sigrúnar Sigurðardóttur hefjast aftur mánudaginn 25.mars nk. Námskeiðin eru almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur.

Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega byrja með nýja hesta.

Námskeiðið hefst þann 25.mars 2024, samtals 5 skipti og lýkur námskeiðinu 29.apríl. Kennt verður á mánudögum, hver tími er 45mín, hámark 4 saman í hóp. Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3. Verð er 29.500kr.

Þrjár mismunandi tímasetningar eru í boði;

15:15 – nemendur sem hafa komið áður á námskeið
16:00 – mikið vanir/keppnisáhugafólk
16:45 – byrjendur/lítið vanir

Skráning opnar laugardaginn 24.febrúar kl.12 á sportabler.com/shop/hfsprettur