Skip to content

Námskeiðsframboð og skráning á námskeið

Mikil ásókn hefur verið á námskeið á vegum Spretts og oftar en ekki komast færri að en vilja. Því hefur verið líkt við villta vestrið að skrá sig á sum námskeið sem eru hvað vinsælust.

Það er því hugmynd að skráning á ný námskeið verði framvegis á sama tíma og sama vikudegi, svo allir séu meðvitaðir um hvenær skráning hefst.

Kl.12:00 á laugardögum opnar skráning á ný námskeið.

Næsta laugardag, 24.febrúar, opnar skráning á eftirtalin námskeið:

– Hópatímar Sigrún Sig

– Helgarnamskeið Anton Páll

– Einkatímar Árný Oddbjörg

– Einkatímar Ylfa Guðrún

– Einka- og paratímar Róbert Petersen

– Pollanámskeið

Sem fyrr fer skráning fram á sportabler.com/shop/hfsprettur

Ef þið hafið hugmyndir/óskir um námskeið/ákveðna reiðkennara eða hugleiðingar um fyrirkomulag skráninga á námskeið hafið endilega samband á fraedslunefnd@sprettarar.is (Þórdís)