Skip to content

Slaufuhópur fyrir yngri flokka

Síðustu forvöð að skrá sig – skráningu lýkur í kvöld!

Hér er beinn hlekkur á skráningu

https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY4Mzk=

Hópurinn er ætlaður unga fólkinu, frá 10 ára til 18 ára og er markmiðið að setja upp skemmtilegt sýningaratriði sem sýnt verður á Dymbilvikusýningu og kannski á fleiri stöðum? Aðalmarkmið hópsins er þó að hittast, hafa gaman með jafnöldrum og hestunum. Ávinningur námskeiðsins er þó miklu meiri en bara gleði og ánægja því við æfingar á slaufum bætist áseta og stjórnun og þor verður meira hjá knapa og hesti. Nauðsynlegt er að knapi hafi góða stjórn á hestinum sínum, bæði einn og með öðrum.

Kennari námskeiðsins er Guðrún Margrét Valsteinsdóttir, útksrifuð með B.Sc. í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.

Námskeiðið er í heild sinni 6 skipti, 1 klst í senn, lágmarksfjöldi þátttakenda eru 6 knapar. Verð er 10.000kr

Kennt er á eftirfarandi dagsetningum:

Laugardaginn 17. feb – Húsasmiðjuhöll kl.13:00

Laugardaginn 24. feb – Húsasmiðjuhöll kl.13:00

Laugardaginn 9. mars – Samskipahöll kl.13:00

Laugardaginn 16. mars – Samskipahöll kl.13:00

Laugardaginn 23. mars – Samskipahöll kl.13:00

Mánudaginn 25. mars – Samskipahöll kl.17:30

Miðvikudaginn 27. mars – DYMBILVIKUSÝNING