Skip to content

Fréttir

Samskipadeildin, áhugamannadeild spretts.

Þann 1. apríl sl var lokahóf Samskipadeildarinnar haldið. Veitt voru verðlaun fyrir, stigahæsta liðið, 3 stigahæstu knapana, þjálfara ársins, vinsælasta knapann og skemmtilegasta liðið. Samskipadeildin tókst frábærlega í vetur og þakkar stjórn deildarinnar þátttakendum og aðstandendum fyrir veturinn. Sjáumst hress næsta vetur. Þjálfari ársins var kosinn af liðum deildarinnar, Hörður Óli Sæmundarson, þjálfari liðs Íslenskra verðbréfa. Stigahæstu knaparnir voru Katrín Sigurðardótti, Hermann Arason og Gunnhildur… Read More »Samskipadeildin, áhugamannadeild spretts.

Þriðju vetrarleikar Spretts

Nk laugardag 15.apríl verða þriðju vetrarleikar Spretts 2023 Skráning verður í anddyri veislusal Spretts kl 11:00-12:00 Stefnt er að því að keppa úti ef vallaraðstæður leyfa, unglingar og eldri á beinni braut, pollar og börn á hringvelli. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka.… Read More »Þriðju vetrarleikar Spretts

Kvennatölt spretts 22. apríl 2023

Búið er að opna fyrir skráningu í Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz sem fer fram íSamskipahöllinni í Spretti laugardaginn 22.aprílNánari upplýsingar um flokkaskiptingu og reglur er að finna á viðburði á Facebook undir nafninuKvennatölt Spretts og Mercedes-Benz 2023Endilega meldið ykkur inn á viðburðinn til að fylgjast með upplýsingum.Skráningargjald er kr. 6000 kr per skráningu og fer skráning fram áhttps://skraning.sportfengur.com/ATH aldurstakmark er 18 árAth. þær konur sem… Read More »Kvennatölt spretts 22. apríl 2023

Ungmenni Spretts

Ungmennaráð Spretts hefur ákveðið að bjóða upp á sýnikennslu og reiðtíma hjá Olil Amble fyrir ungmenni í Spretti þann 1.maí nk. á Syðri-Gegnishólum, gegn vægu gjaldi. Þau ungmenni sem hafa áhuga á að taka þátt, hvort sem er að sækja reiðtíma eða sýnikennslu, sendi póst á fraedslunefnd@sprettarar.is fyrir 13.apríl nk. til að tryggja sér pláss – ath! takmarkaður fjöldi reiðtíma í boði!

járninganámskeið

Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 28-30.apríl. Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð. Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma. Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningum til keppnis- og kynbótahrossa. Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á… Read More »járninganámskeið

Gangtegunda og keppnisnámskeið hjá Vigdísi

Námskeið fyrir yngri flokka (börn, unglinga og ungmenni 10-21 árs) þar sem lögð verður áhersla á þjálfun gangtegunda og ef knapar vilja undirbúið fyrir keppni. Reiðkennarinn Vigdís Matthíasdóttir hefur getið sér gott orð fyrir kennslu og þá sérstaklega hjá yngri flokkum. Spennandi námskeið fyrir unga sprettara sem vilja bæta hestinn sinn og sjálfan sig. Kennt verður í 40mín einkatímum á þriðjudögum í Samskipahöll. Námskeiðið hefst… Read More »Gangtegunda og keppnisnámskeið hjá Vigdísi

Páskafrí

Kæru Sprettarar. Dagana 6.apríl til 11.apríl verð ég í fríi, mun því ekki svara símtölum nema brýna nauðsyn beri til frá félagsmönnum að ná í mig. Gleðilega páska Lilja Sigurðard.

Dagskrá Dymbilvikusýningar Spretts.

Það stefnir í skemmtilegt kvöld í Samskipahöllinni á Dymbilvikusýningu Spretts, fjölmörg hross munu dansa um gólfið. Súpa verður á boðstólum í veitingasölunni og auðvitað verður barinn opinn. Miðaverð er 2000kr selt inn við innganginn. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri. Dagskrá kvöldsins Formaður opnar kvöldið.Ungakynslóð SprettsU21 knapar SprettsKynbóta hross frá Hestamannafélaginu FákiKynbóta hross frá Hestamannafélaginu HerðiKynbóta hross frá Hestamannafélaginu SprettiKynbóta hross frá Hestamannafélaginu SörlaVerðlaunaafhending… Read More »Dagskrá Dymbilvikusýningar Spretts.

Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Friðdóra Friðriksdóttir, reiðkennari og keppnisknapi, býður upp á stutta reiðtíma sem hugsaðir eru sem aðstoð fyrir keppni. Konur sem hafa hug á að taka þátt í Kvennatöltinu eru sérstaklega hvattar til að nýta sér þessa þjónustu. Þriðjudaginn 18. apríl og fimmtudaginn 20.apríl verða í boði tímar þar sem riðið er prógramm, hraði stilltur af, skerpt er á hraðabreytingum (ef við á), farið yfir beisla- og… Read More »Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Þrautabrautar og leikjadagur æskunnar

Sumardaginn fyrsta, þann 20.apríl, verður haldinn þrautabrautar- og leikjadagur fyrir æskuna í Spretti. Sett verður upp þrautabraut í Samskipahöllinni ásamt því að farið verður í leiki, á hestbaki. Við byrjum á allra yngstu knöpunum kl.10, börn og unglingar mæta kl.11 og svo mæta allir saman kl.12. Til að áætla fjölda „sumargjafa“ og veitinga er nauðsynlegt að skrá sig til leiks í sportabler, heitið er þrautabrautar… Read More »Þrautabrautar og leikjadagur æskunnar