Þann 1. apríl sl var lokahóf Samskipadeildarinnar haldið. Veitt voru verðlaun fyrir, stigahæsta liðið, 3 stigahæstu knapana, þjálfara ársins, vinsælasta knapann og skemmtilegasta liðið.
Samskipadeildin tókst frábærlega í vetur og þakkar stjórn deildarinnar þátttakendum og aðstandendum fyrir veturinn. Sjáumst hress næsta vetur.
Þjálfari ársins var kosinn af liðum deildarinnar, Hörður Óli Sæmundarson, þjálfari liðs Íslenskra verðbréfa.
Stigahæstu knaparnir voru Katrín Sigurðardótti, Hermann Arason og Gunnhildur Sveinbjarnardóttir.
Skemmtilegasta liðið var kosið af þátttakendum lið Vagna og Þjónustu.
Stigahæsta liðið var lið Stjörnublikks.
Vinsælasti knapinn var kosinn Garðar Hólm, keppti fyrir Fasteignasalarnir Garðar Hólm og Guðlaug Jóna
Hryssan Kná frá Korpu fékk sérstaka viðurkenningu, einstök hryssa sem keppt var á í öllum greinum deildarinnar með frábærum árangri. Garðar Hólm, eigandi og knapi tók við þeirri viðurkenningu.
Að lokum birtum við hér loka niðurstöður deildarinnar, bæði í einstaklings og liðakeppni. Til hamingju öll með árangurinn í vetur. Sigrarnir voru margir, bæði stórir og litlir .
Lokaniðurstöður – liðakeppni:
Stjörnublikk 442.5
Vagnar og þjónusta 433
Heimahagi 425
Fasteignasalarnir Garðar Hólm og Guðlaug Jóna 329.5
Íslensk verðbréf 285.5
Réttverk 259
Trausti fasteignasala 246.5
Hvolpasveitin 218
Káragerði 206
Garðaþjónusta Sigurjóns 185
Mustad Autoline 163.5
Sveitin 134.5
Lokaniðurstöður – einstaklingskeppni
Gunnhildur Sveinbjarnardóttir 45
Hermann Arason 39
Katrín Sigurðardóttir 30
Sanne Van Hezel 28.5
Kristín Ingólfsdóttir 19
Sigurður Halldórsson 17.5
Garðar Hólm Birgisson 15
Sigurbjörn Viktorsson 13
Vilborg Smáradóttir 10
Hrefna Hallgrímsdóttir 10
Soffía Sveinsdóttir 9.5
Konráð Axel Gylfason 8
Jóhann Albertsson 7
Auður Stefánsdóttir 5.5
Ríkharður Flemming Jensen 5
Herdís Einarsdóttir 5
Darri Gunnarsson 5
Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir 3
Edda Hrund Hinriksdóttir 3
Elín Hrönn Sigurðardóttir 2.5
Sævar Örn Eggertsson 2
Hrafnhildur B. Arngrímsdóttir 1.5
Guðmundur Ásgeir Björnsson 1
Jóhann Ólafsson 1