Skip to content

Fréttir

Samskipadeildin, áhugamannadeild spretts.

Þann 1. apríl sl var lokahóf Samskipadeildarinnar haldið. Veitt voru verðlaun fyrir, stigahæsta liðið, 3 stigahæstu knapana, þjálfara ársins, vinsælasta knapann og skemmtilegasta liðið. Samskipadeildin tókst frábærlega í vetur og þakkar stjórn deildarinnar þátttakendum og aðstandendum fyrir veturinn. Sjáumst hress næsta vetur. Þjálfari ársins var kosinn af liðum deildarinnar, Hörður Óli Sæmundarson, þjálfari liðs Íslenskra verðbréfa. Stigahæstu knaparnir voru Katrín Sigurðardótti, Hermann Arason og Gunnhildur… Read More »Samskipadeildin, áhugamannadeild spretts.

Þriðju vetrarleikar Spretts

Nk laugardag 15.apríl verða þriðju vetrarleikar Spretts 2023 Skráning verður í anddyri veislusal Spretts kl 11:00-12:00 Stefnt er að því að keppa úti ef vallaraðstæður leyfa, unglingar og eldri á beinni braut, pollar og börn á hringvelli. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka.… Read More »Þriðju vetrarleikar Spretts

Kvennatölt spretts 22. apríl 2023

Búið er að opna fyrir skráningu í Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz sem fer fram íSamskipahöllinni í Spretti laugardaginn 22.aprílNánari upplýsingar um flokkaskiptingu og reglur er að finna á viðburði á Facebook undir nafninuKvennatölt Spretts og Mercedes-Benz 2023Endilega meldið ykkur inn á viðburðinn til að fylgjast með upplýsingum.Skráningargjald er kr. 6000 kr per skráningu og fer skráning fram áhttps://skraning.sportfengur.com/ATH aldurstakmark er 18 árAth. þær konur sem… Read More »Kvennatölt spretts 22. apríl 2023

Páskafrí

Kæru Sprettarar. Dagana 6.apríl til 11.apríl verð ég í fríi, mun því ekki svara símtölum nema brýna nauðsyn beri til frá félagsmönnum að ná í mig. Gleðilega páska Lilja Sigurðard.

Dagskrá Dymbilvikusýningar Spretts.

Það stefnir í skemmtilegt kvöld í Samskipahöllinni á Dymbilvikusýningu Spretts, fjölmörg hross munu dansa um gólfið. Súpa verður á boðstólum í veitingasölunni og auðvitað verður barinn opinn. Miðaverð er 2000kr selt inn við innganginn. Frítt inn fyrir 12 ára og yngri. Dagskrá kvöldsins Formaður opnar kvöldið.Ungakynslóð SprettsU21 knapar SprettsKynbóta hross frá Hestamannafélaginu FákiKynbóta hross frá Hestamannafélaginu HerðiKynbóta hross frá Hestamannafélaginu SprettiKynbóta hross frá Hestamannafélaginu SörlaVerðlaunaafhending… Read More »Dagskrá Dymbilvikusýningar Spretts.

Þrautabrautar og leikjadagur æskunnar

Sumardaginn fyrsta, þann 20.apríl, verður haldinn þrautabrautar- og leikjadagur fyrir æskuna í Spretti. Sett verður upp þrautabraut í Samskipahöllinni ásamt því að farið verður í leiki, á hestbaki. Við byrjum á allra yngstu knöpunum kl.10, börn og unglingar mæta kl.11 og svo mæta allir saman kl.12. Til að áætla fjölda „sumargjafa“ og veitinga er nauðsynlegt að skrá sig til leiks í sportabler, heitið er þrautabrautar… Read More »Þrautabrautar og leikjadagur æskunnar

Niðurstöður Skyndiprents gæðingaskeiðsins

Síðasta grein Samskipadeildarinnar, áhugamannadeildar Spretts var gæðingaskeið, mótið var haldið á skeiðbrautinni í Sörla, 42 hestar og knapar mættu galvaskir til leiks og var keppni æsispennandi. Sigurvegari gæðingaskeiðsins var Hermann Arason á hryssunni Þotu frá Vindási, keppa þau fyrir lið Vagna og Þjónustu. Liðaplattann hlaut lið Stjörnublikks Heildarniðurstöður gæðingaskeiðs Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn1 Hermann Arason Þota frá Vindási Bleikur/fífil-stjörnótt Sprettur 6,832 Sanne… Read More »Niðurstöður Skyndiprents gæðingaskeiðsins

Niðurstöður Devold töltsins

Devold töltið fór fram í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts í kvöld og var keppni æsispennandi frá fyrsta holli til þess síðasta. Hestar og knapar léku á alls oddi og var frábær stemning á pöllunum. Nú er aðeins gæðingaskeiðið eftir og er liðakeppnin gríðarlega spennandi, mjótt er á munum milli efstu liða. Sigurvegarar B-úrslita voru Herdís Einarsdóttir og Griffla frá Grafarkoti, keppa þær fyrir lið Íslenskra verðbréfa.… Read More »Niðurstöður Devold töltsins

Skyndiprents Gæðingaskeið ráslistar

Síðasta mótið í vetur verður Skyndiprents gæðingaskeiðið. Við munum skeiða í Sörla og láta gamminn geysa á brautinni þar. Mótið hefst kl 11:00. Alendis verður að sjálfsöguð með beina útsendingu af mótinu. Nr. Holl Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Faðir Móðir Lið Gæðingaskeið PP1 Fullorðinsflokkur – 1. flokkur 1 1 V Elín Hrönn Sigurðardóttir Snilld frá Skeiðvöllum Rauður/milli-einlitt  10 Hrannar frá Flugumýri II Spyrna frá… Read More »Skyndiprents Gæðingaskeið ráslistar