Skip to content

Fréttir

Tilnefningar til íþróttafólks ársins 2023 í Garðabæ

Fimm konur og fimm karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar (ÍTG) til íþróttakonu og íþróttakarls Garðabæjar 2023. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur yfir frá 22. desember 2023 til og með 1. janúar 2024. Herdís Björg Jóhannsdóttir er ein þeirra sem er tilnefnd. Hvetjum við alla til þess að kjósa… Read More »Tilnefningar til íþróttafólks ársins 2023 í Garðabæ

Kosning um íþróttafólk ársins 2023 hjá Kópavogsbæ

Við hvetjum Sprettara til þess að kjósa um íþróttafólk Kópavogs 2023. https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/category/1/ithrottakona-og-ithrottakarl-arsins-2023-kosin-af-ibuum Við segjum stolt frá því að ung Sprettsstúlka er ein af þeim 10 sem tilnefnd eru af Kópavogsbæ þetta árið. Herdís Björg Jóhannsdóttir heimsmeistari í Tölti ungmenna er tilnefnd til íþróttakonu Kópavogs 2023. Valið stendur á milli 10 íþróttamanna sem íþróttaráð Kópavogs valdi úr innsendum tilnefningum frá íþróttafélögunum. Kjósa má einn íþróttakarl og… Read More »Kosning um íþróttafólk ársins 2023 hjá Kópavogsbæ

„litlu-jólin“ hjá Ungum Spretturum

Jólagleðskapur ungra Sprettara verður haldinn miðvikudaginn 20.desember í veislusal Spretts milli kl.19-21 Boðið verður upp á heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur, spiluð verður jólatónlist, það verður jólabíómynd á skjávarpanum og allskonar spil sem hægt verður að spila. Rúsínan í pylsuendanum verður svo pakkaleikurinn Hver og einn kemur með einn lítinn pakka. Pakkinn má alls ekki kosta meira en 1000-1500kr og keppast á um að… Read More »„litlu-jólin“ hjá Ungum Spretturum

MENNTADAGUR  A-LANDSLIÐSINS 16. DES

Menntadagur íslenska landsliðsins verður haldinn í Lýsisreiðhöllinni í Víðidal þann 16. desember næstkomandi kl. 10.30 til 16.00. Vegleg dagskrá er í boði yfir daginn þar sem okkar allra færustu knapar og þjálfarar halda sýnikennslu. Þetta er frábært tækifæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að skyggnast inn í aðferðafræði landsliðsknapanna okkar, fræðast um þjálfun þeirra með hesta sína, skyggnast inn í undirbúning þeirra í upphafi vetrar og fá… Read More »MENNTADAGUR  A-LANDSLIÐSINS 16. DES

Ungir Sprettarar á ferð og flugi

Ungir Sprettarar lögðu land undir fót og héldu til Svíþjóðar á hestasýningu þann 30.nóvember síðastliðinn. Óhætt er að segja að það hafi verið mikið stuð! Aðdragandi ferðarinnar er sá að haustið 2022 var skipað barna- og unglingaráð Spretts en þar sitja sex ungir og hugmyndaríkir Sprettarar sem eru fulltrúar allra barna og unglinga í félaginu. Á fyrsta fundi ráðsins voru þau spurð af yfirþjálfara yngri… Read More »Ungir Sprettarar á ferð og flugi

Samgöngusáttmáli

Hestafólk og fulltrúar annarra vegfarendahópa tóku höndum saman um að fræða almenning um það hvernig allir þessir hópar geti deilt saman heilbrigðri og öruggri útiveru. Sáttmáli milli hestafólks og annarra vegfarenda um umferðaröryggi var undirritaður í Félagsheimili Fáks í Víðidal 8. maí 2021. Eftirfarandi hópar komu að undirritun sáttmálans: Við sama tækifæri var frumsýnd fræðslumynd sem unnin var í samvinnu Landssambands hestamannafélaga, Horses of Iceland… Read More »Samgöngusáttmáli

Starfsmaður óskast

Hestamannafélagið Sprettur leitar að starfskrafti í hlutastarf. ·        Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt ·        Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vinnu á traktorum. ·        Þarf að geta sinnt viðhaldi á eignum Spretts. ·        Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Nánari upplýsingar í gegnum sprettur@sprettarar.is

Skötuveisla Spretts 2023

Skötuvinir Spretts blása til veislu í hádeginu föstudaginn 22.des,11:30-14:00 Takið daginn frá. Nánari dagskrá og upplýsingar verða auglýst fljótlega. Borðapantarni fara fram á Sprettur@sprettarar.is eða á skrifstofa@sprettarar.is Skötuvinir

Sjálfbærni Spretts

Á haustdögum var sett á laggirnar Sjálfbærninefnd Spretts. Fyrsta verkefni hennar er að bæta ásýnd svæðisins og fegra það. Það verður aðeins gert í góðri samvinnu við sveitarfélög og aðra sem láta sig svæðið varða. Hugmyndir sem hafa verið til umfjöllunar eru t.d. að óska eftir svæði meðfram reiðleiðum til umráða í nágrenni við félagssvæðið. Þar sjáum við fyrir okkur að útbúa gróðurmanir sem plantað… Read More »Sjálfbærni Spretts

Vinna veitna á svæði spretts

Heilmiklar framkvæmdir eru á svæðinu okkar um þessar mundir og margt framundan. Á næstu dögum munu Veitur þurfa að grafa í sundur Hattarvelli vegna lagnar á heitavatnslögn að Húsasmiðjuhöllinni, reynt verður að haska því verki eins og kostur er, það verður hægt keyra inn götur fyrir ofan þverskurðinn. Með þessu styttist óðfluga í að við getum tekið inn hitaveitu í höllina okkar góðu. Biðjum kerrueigendur… Read More »Vinna veitna á svæði spretts