Skip to content

Tilnefningar til íþróttafólks ársins 2023 í Garðabæ

Fimm konur og fimm karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar (ÍTG) til íþróttakonu og íþróttakarls Garðabæjar 2023. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur yfir frá 22. desember 2023 til og með 1. janúar 2024.

Herdís Björg Jóhannsdóttir er ein þeirra sem er tilnefnd. Hvetjum við alla til þess að kjósa okkar stúlku á heimasíður Garðabæjar.

ÍTG mun síðan velja milli þeirra sem tilnefndir eru og styðjast við niðurstöðu vefkosningarinnar við það val. Tilkynnt verður um val á íþróttakonu og íþróttakarli Garðabæjar á íþróttahátíð Garðabæjar sem fer fram sunnudaginn 7. janúar 2024 í Miðgarði kl. 13:00. 

https://www.gardabaer.is/ibuar/ithrotta-og-tomstundastarf/ithrottamadur-arsins/