Skip to content

Kosning um íþróttafólk ársins 2023 hjá Kópavogsbæ

Við hvetjum Sprettara til þess að kjósa um íþróttafólk Kópavogs 2023.

https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/category/1/ithrottakona-og-ithrottakarl-arsins-2023-kosin-af-ibuum

Við segjum stolt frá því að ung Sprettsstúlka er ein af þeim 10 sem tilnefnd eru af Kópavogsbæ þetta árið.

Herdís Björg Jóhannsdóttir heimsmeistari í Tölti ungmenna er tilnefnd til íþróttakonu Kópavogs 2023.

Valið stendur á milli 10 íþróttamanna sem íþróttaráð Kópavogs valdi úr innsendum tilnefningum frá íþróttafélögunum. Kjósa má einn íþróttakarl og eina íþróttakonu. Kosning hefst þann 20. desember 2023 og lýkur 6. janúar 2024.

Niðurstaða kosninganna verður síðan kynnt á Íþróttahátíð Kópavogs í Salnum, fimmtudaginn 11. janúar 2024 kl. 17:30, en þar verða jafnframt veittar viðurkenningar vegna íþróttaársins 2023.

Stöndum við bakið á okkar stúlku og kjósum hana.