Skip to content

Sjálfbærni Spretts

Á haustdögum var sett á laggirnar Sjálfbærninefnd Spretts.

Fyrsta verkefni hennar er að bæta ásýnd svæðisins og fegra það. Það verður aðeins gert í góðri samvinnu við sveitarfélög og aðra sem láta sig svæðið varða.

Hugmyndir sem hafa verið til umfjöllunar eru t.d. að óska eftir svæði meðfram reiðleiðum til umráða í nágrenni við félagssvæðið. Þar sjáum við fyrir okkur að útbúa gróðurmanir sem plantað væri í trjám. Með því skapast skjól auk þess sem reiðleiðir verða betur aðskildar frá umferð ökutækja. 

Í þessu verkefni sjáum við tækifæri á að nýta sem best það tað sem kemur úr hesthúsum á félagssvæði Spretts en svo það sé hægt þá verður allt tað að vera hreint, allt rusl er bannað og biðjum við félagsmenn sem hafa fengið að losa tað á losunarsvæði okkar að taka það til sín og gæta þess að taðið sé hreint þegar losað er úr hesthúsunum.

Hjólbörur, plastpokar, járningauppsóp og annað rusl er óheimilt í taðinu skemmir þetta verkefni fyrir okkur.

Með von um gott samstarf félagsmanna í þessu frábæra verkefni okkar..

Sjálfbærninefnd Spretts.