Heilmiklar framkvæmdir eru á svæðinu okkar um þessar mundir og margt framundan.
Á næstu dögum munu Veitur þurfa að grafa í sundur Hattarvelli vegna lagnar á heitavatnslögn að Húsasmiðjuhöllinni, reynt verður að haska því verki eins og kostur er, það verður hægt keyra inn götur fyrir ofan þverskurðinn. Með þessu styttist óðfluga í að við getum tekið inn hitaveitu í höllina okkar góðu.
Biðjum kerrueigendur að leggja ekki hestakerru við horn Húsasmiðjuhallarinnar.
Veitur munu þurfa að grafa í sundur reiðleiðina við Markaveg (merkt með rauðu) þar verður vinna við rafmagnstengingar fyrir lýsingu á svæðinu okkar.
Eins og margir hafa tekið eftir þá eru verktakar að vinna í að bæta við lýsingu utan um skeifuna og stefnt er að koma á lýsingu meðfram Samskipahöllinni og áfram til vesturs frá henni.
Óhjákvæmilega verðum við öll fyrir áreiti vegna þessara framkvæmda en brátt verður lýsingin orðin betri á svæðinu okkar, biðjum alla um að sýna þessu þolinmæði og skilning.
Stjórn og framkvæmdastjóri