Skip to content

„litlu-jólin“ hjá Ungum Spretturum

Jólagleðskapur ungra Sprettara verður haldinn miðvikudaginn 20.desember í veislusal Spretts milli kl.19-21 🎅

Boðið verður upp á heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur, spiluð verður jólatónlist, það verður jólabíómynd á skjávarpanum og allskonar spil sem hægt verður að spila. Rúsínan í pylsuendanum verður svo pakkaleikurinn 🎁 Hver og einn kemur með einn lítinn pakka. Pakkinn má alls ekki kosta meira en 1000-1500kr og keppast á um að finna fyndna/fallega/hugljúfa gjöf fyrir eins lítinn pening og hægt er 🎉 Gjöfin getur verið hvað sem er, t.d. prins póló, faxteygjur í poka, smákökur í poka, spil, kerti o.s.frv. 🎀 Leikurinn er aðalatriðið, ekki gjöfin. Vonumst til að sjá sem flesta ⛄️ Engin skráning, bara mæta – og endilega í jólapeysum og/eða með jólasveinahúfu 🎅🎁