Menntadagur íslenska landsliðsins verður haldinn í Lýsisreiðhöllinni í Víðidal þann 16. desember næstkomandi kl. 10.30 til 16.00. Vegleg dagskrá er í boði yfir daginn þar sem okkar allra færustu knapar og þjálfarar halda sýnikennslu.
Þetta er frábært tækifæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að skyggnast inn í aðferðafræði landsliðsknapanna okkar, fræðast um þjálfun þeirra með hesta sína, skyggnast inn í undirbúning þeirra í upphafi vetrar og fá innblástur inn í nýjan hestavetur.
Takið daginn frá, notið tækifærið og sækið ykkur fróðleik hjá knöpum á hæsta stigi reiðmennskunnar og styrkið landsliðið okkar til dáða inn í mikilvægt tímabil.
Hér er tengill til þess að kaupa miða.
https://www.lhhestar.is/is/vefverslun/index/allar-vorur/leidin-ad-gullinu