Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts

Á aðalfundi Hrossaræktarfélags Spretts 24.11.22 voru m.a. veitt verðlaun fyrir efstu hross í 4 flokkum hryssna og hesta., auk þess kynbótahross ársins og ræktunarbú ársins. Sjá má hrossin á meðfylgjandi myndbandi. Kynbótahross ársins er: Lydía f. Eystri-Hól IS2015280469  ae: 8,65, án skeiðs 9.07 Ræktunarbú ársins er Eystri-Hóll, þar eru  ræktendur Hestar ehf. https://we.tl/t-5GPr5FpIyQ

Reiðhallarlyklar

Nú eru Sprettarar komnir á fulla ferð, margir eru búnir að virkja reiðhallalyklana sína einnig eru fjölmargir nýjir notendur. Til þess að fá lykil eða láta virkja lykil þá er best að senda póst á sprettur@sprettarar.is með upplýsingum um til hversu langs tíma lykilinn á að vera opinn og hver sé skráður fyrir honum.  Allir notendur þurfa að vera skráðir fyrir lykli og vera skráðir í hestamannafélagið… Read More »Reiðhallarlyklar

Skötuveisla Spretts 23.des

Skötuvinir Spretts blása til veilsu í hádeginu 23.des,11:30-14:00 Takið daginn frá. Nánari dagskrá og upplýsingar verða auglýst fljótlega. Borðapantarni fara fram á Sprettur@sprettarar.is Skötuvinir

Reiðhallir Spretts lokaðar 25.-27.nóv

Vegna framkvæmda í Húsasmiðjuhöllinni verður höllin mikið lokuð um helgina. Unnið verður við smíðar á kaffistofu og snyrtingu fremst í höllinni. Samskipahöllin verður lokuð frá kl 15:00 föstudaginn 25.nóv til kl 21:00 sunnudaginn 27.nóv vegna hundasýningar HRFÍ.

Íþróttafólk Spretts 2022

Á nýafstaðinni árshátíð Spretts var íþróttafólk Spretts heiðrað. Óskum við ykkur öllum innilega til hamingju með frábæran árangur 2022. Á þessu ári voru þrjú ungmenni í U21 og fóru þau öll fyrir Íslands hönd á Norðurlandamót í hestaíþróttum sem haldið var á Álandseyjum í ágúst. Hekla Rán Hannesdóttir, Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Kristófer Darri Sigurðsson komust þau öll í úrstlit á hestunum sem þau kepptu… Read More »Íþróttafólk Spretts 2022

Miðar á árshátíð Spretts

Árshátíð Spretts verður haldin í veislusal Spretts 19.nóv nk í veislusal Spretts. Þeir sem eiga pantaða eru beðnir nálgast þá í dag, 17.nóv og eða að hafa samband í gegnum sprettur@sprettarar.is eða í síma 620-4500 Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á sprettur@sprettarar.is með nafni, símanúmeri og fjölda miða.  Miðaverð er 8900kr. Húsið opnar kl 18:00 með léttum fordrykk, borðhald hefst kl 19:00.… Read More »Miðar á árshátíð Spretts

Árshátíð Spretts 2022

Árshátíð Spretts verður haldin í veislusal Spretts 19.nóv nk í veislusal Spretts. Miðasla/ afhending pantaðar miða fer fram nk mánudag 14.nóv í anddyri veislusals Spretts milli kl 18:00-20:00 Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á sprettur@sprettarar.is með nafni, símanúmeri og fjölda miða.  Miðaverð er 8900kr. Loksins hafa Sprettarar tækifæri til þess að spyrða sig í sparigallann og skunda í veislusal Spretts á… Read More »Árshátíð Spretts 2022

Hitaveita

Nú eru framkvæmdir á fullri ferð þar sem nýjasti hluti hmf Spretts mun svo rísa í landi Garðabæjar. Verið er að leggja lagnir, undirbúa gatnagerð og leggja nýja reiðleið á milli hverfa. Meðal lagna sem verið er að leggja er hitaveitulögn og mun lögnin enda við gatnamót Hattarvalla/Andvaravalla. Nú er lag og því hvetjum við áhugasama hesthúseigendur á félagssvæði Spretts á Andvaravöllum, Blesavöllum, Dreyravöllum og… Read More »Hitaveita