Skip to content

Reiðhallarlyklar

Nú eru Sprettarar komnir á fulla ferð, margir eru búnir að virkja reiðhallalyklana sína einnig eru fjölmargir nýjir notendur.

Til þess að fá lykil eða láta virkja lykil þá er best að senda póst á sprettur@sprettarar.is með upplýsingum um til hversu langs tíma lykilinn á að vera opinn og hver sé skráður fyrir honum.

 Allir notendur þurfa að vera skráðir fyrir lykli og vera skráðir í hestamannafélagið Sprett.

Við minnum alla á að hver lykill gildir eingöngu fyrir þann/þau sem eru skráð fyrir lyklinum.

 Almennur-lykill opinn virka daga frá kl 6:15 -8:30 og frá kl. 12-23:50 um helgar frá 6:15-23:50

Fjölskyldu-lykill opinn virka daga frá kl 6:15 -8:30 og frá kl. 12-23:50 um helgar frá 6:15-23:50

Tamningamanna-lykill verður opinn 6:15-23:50 alla daga.

Almennur-lykill er fyrir einstakling ekki fyrir maka/sambýling eða börn viðkomandi eldri en 18 ára og ekki er leyfilegt að þeir/þær sem eru saman í hesthúsi noti eingöngu einn lykil.

Fjölskyldu/para-lykill sem gildir fyrir hjón/pör og börn þeirra undir 18 ára aldri.

Tamningamanna-lykill er fyrir fólk sem stundar tamningar og þjálfun hrossa og fólk sem vill nýta sér hallirnar alla daga.

Verð fyrir lykla.

Almennur lykill: 1-3 mánuðir 3000kr pr mánuð

Almennur lykill: 3+mánuðir 2000kr pr mánuð

Fjölskyldulykill 1-3 máuðir 5000kr pr mánuð

Fjölskyldulykill 3+mánuðir 4000kr pr mánuð

Tamningamannalykill 20.000kr pr mánuð.

Ef að fólk vill leigja eitt bil í Samskipahöllnni eða leigja Húsasmiðjuhöllina þá er best að hafa samband í gegnum sprettur@sprettarar.is
Ein klukkustund í einu hólfi í Samskipahöllinni eða Húsasmiðjuhöllin kostar 7000kr. Ein klukkustund í allri Samskipahöllinni kostar 21000kr

Ef fólk ætlar að fá til sín kennara í einkatíma verður fólk að leigja sér pláss óheimilt er að vera með reiðkennara með sér á opnum almennum tíma reiðhallanna.

Kveðja

Lilja Sigurðard.