Skip to content

Hitaveita

Nú eru framkvæmdir á fullri ferð þar sem nýjasti hluti hmf Spretts mun svo rísa í landi Garðabæjar. Verið er að leggja lagnir, undirbúa gatnagerð og leggja nýja reiðleið á milli hverfa. Meðal lagna sem verið er að leggja er hitaveitulögn og mun lögnin enda við gatnamót Hattarvalla/Andvaravalla.

Nú er lag og því hvetjum við áhugasama hesthúseigendur á félagssvæði Spretts á Andvaravöllum, Blesavöllum, Dreyravöllum og Fluguvöllum um að taka höndum saman og hafa samband við Veitur til þess að fá hitaveitu í hesthúsin.

Sprettur stefnir á að taka inn hitaveitu í Húsasmiðjuhöllina, í framhaldinu verður hægt að setja upp hitablásara og loftræstingu í höllina okkar góðu.