Á nýafstaðinni árshátíð Spretts var íþróttafólk Spretts heiðrað. Óskum við ykkur öllum innilega til hamingju með frábæran árangur 2022.
Á þessu ári voru þrjú ungmenni í U21 og fóru þau öll fyrir Íslands hönd á Norðurlandamót í hestaíþróttum sem haldið var á Álandseyjum í ágúst. Hekla Rán Hannesdóttir, Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Kristófer Darri Sigurðsson komust þau öll í úrstlit á hestunum sem þau kepptu á og voru sér og sínum til sóma. Þessi þrjú ungmenni hlutu viðurkenningu fyrir glæsilega framistöðu á Norðulandamóti í hestaíþróttum 2022.
Kolskeggur frá Kjarnholtum, sigurvegari A-flokks gæðinga á Landsmóti 2022, eigandi hans og ræktandi Magnús Einarsson var heiðraður á Árshátíð Spretts fyrir frábæran árangur gæðingsins Kolskeggs.
Eftirfarandi Sprettarar hlutu verðlaun fyrir bestan keppnisárangur í sínum flokki, stikklað er á stóru hvar þau kepptu fyrir hönd Spretts.
Besti keppnisárangur í ungmennaflokki, piltar.
Kristófer Darri Sigurðsson.
Kristófer stóð sig frábærlega á keppnisbrautinni á líðandi ári, varð meðal annars tvöfaldur Íslandsmeistari, annarsvegar í samanlögðum fimmgangsgreinum í ungmennaflokki á hestinum Ás frá Kirkjubæ, einnig varð hann Íslansmeistari í 100m skeiði í ungmennaflokki á hestinum Gnúp frá Dallandi. Kristófer og Ás sigruðu fimmgang F1 á Reykjavíkurmeistarmóti Fáks, 2.sæti á Opna íþróttamóti Spretts og 1.sæti WR íþróttamóti Sleipnis. Til hamingju Kristófer!!
Besti keppnisárangur í Ungmennaflokki, stúlkur.
Hulda María Sveinbjörnsdóttir.
Hulda María stóð sig frábæralega á keppnisbrautinni á líðandi ári. Hulda keppti á fjölda móta sigraði meðal annars fjórgang ungmenna V1 á Opna íþróttamóti Spretts á Muninn frá Bergi og sigraði fjórgang V1 á Hafnafjarðameistaramóti Sörla á Aðgát frá Víðivöllum-fremri, á Landsmóti Hestamanna komst hún í B-úrslit með hestinn Muninn frá Bergi þar sem þau höfnuðu í 14. sæti í Ungmennaflokki á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna varð hún í 5.sæti í fimmgangi F1 á hestinum Gusti frá Efri-Þverá . Til hamingju Hulda!!
Íþróttakona Spretts, áhugamannaflokkar.
Auður Stefánsdóttir.
Auður tók þátt í fjölda móta á árinu og stóð sig með sóma. Sigraði slaktaumatölt T4 á Áhugamannamóti Íslands og Hafnafjarðarmeistarmóti Sörla á Gusti frá Miðhúsum, varð í 2.sæti í slaktaumatölti T4 á Opna íþróttamóti Spretts og WR íþróttamóti Sleipnis á Gusti frá Miðhúsum, varð í 3.sæti í tölti T3 á Náttrúnu Ýr frá Herríðarhóli á Hafnafjarðameistarmóti Sörla. Til hamingju Auður!!
Íþróttamaður Spretts, áhugamannaflokkar.
Hermann Arason.
Hermann keppti á fjölda móta. Sigraði meðal annars slaktaumatölt T4 á Opna íþróttamóti Spretts og WR íþróttamóti Sleipnis á Glettu frá Hólateigi, á Reykjavíkurmeistarmóti Fáks og á WR Suðurlandsmóti Geysis sigraði hann slaktaumatölt T4 á Gusti frá Miðhúsum einnig sigraði hann tölt T3 á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks á Gullhamri frá Dallandi, á WR Suðurlandsmóti Geysis og Metamóti Spretts sigraði hann tölt T3 á Náttrúnu Ýr frá Herríðarhóli. Til hamingju Hermann!!
Íþróttakona Spretts
Valdís Björk Guðmundsdóttir.
Valdís keppti á fremur ungum hrossum sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni, á Opna íþróttamóti Spretts varð hún efst í tölti og önnur í fjórgangi inn í úrslit á hryssunni Lind frá Svignaskarði á Reykjavíkurmeistarmóti Fáks varð hún í 4.sæti í fimmgangi F2, meistarflokki á Bósa frá Brekku.
Íþróttamaður Spretts
Jóhann Kr Ragnarsson.
Jóhann stóð sig frábærlega í skeiðgreinum á árinu á hryssunni Þórvöru frá Lækjarbotnum á árinu, á WR Suðurlandsmóti Geysis sigraði hann gæðingaskeið, varð í 2. sæti á Landsmóti hestamanna í gæðingaskeiði, á WR Íþróttamóti Geysis varð hann í 2.sæti í slaktaumatölti T2 á hestinum Kvarða frá Pulu og 3.sæti í fimmgangi F2 meistarflokki á sama móti á Væntingu frá Vöðlum. Til hamingju Jóhann!!