Skip to content

Miðar á árshátíð Spretts

Árshátíð Spretts verður haldin í veislusal Spretts 19.nóv nk í veislusal Spretts.

Þeir sem eiga pantaða eru beðnir nálgast þá í dag, 17.nóv og eða að hafa samband í gegnum sprettur@sprettarar.is eða í síma 620-4500

Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á sprettur@sprettarar.is með nafni, símanúmeri og fjölda miða.  Miðaverð er 8900kr.

Húsið opnar kl 18:00 með léttum fordrykk, borðhald hefst kl 19:00.

Glæsilegt steikarhlaðborð frá Silla kokk verður á boðstólum.

Forréttir: Graflax og ristað brauð Blandaðir sjárvarréttir í sweet chilli

Appelsínugrafið dádýr á salatbeði með parmesan og trufflu balsamik ediki

Grafin gæs með camenbert og sultuðum rauðlauk

Aðalréttir: Nautalundir – Kalkúnabringur

Ferskt salat með fetaosti Rótargrænmeti með ferskum kryddjurtum

Soðkartafla með rósmarín og hunangs Dijon sinnepi

Sætkartöflusalt með döðlum og fennel

Brokkolísalat með beikoni og rifnum osti

Villisveppa sósa og jalapeno bernaise sósa.

Íþróttafólk Spretts í ungmennaflokki og fullorðinsflokkum verður heiðrað.

Þröstur 3000 og Jón Magnússon munu halda uppi stuðinu á meðan borðhaldi stendur

Hljómsveitin Allt í einu mun svo spila fram á nótt.

Hlökkum til að sjá sem flesta Sprettara !!!

Skemmtinefnd Spretts