Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Félagsgjöls Spretts 2024

Nú verða félagsgjöld Spretts send út bráðlega. Hvers vegna er mikilvægt að allir sem nýta sér aðstöðuna greiði félagsgjöld í Spretti og fyrir hvað stendur hestamannafélagið Sprettur? Sprettur er stórt félag og í mörg horn að líta dagsdaglega. Starfsmenn félagsins eru Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastýra og Þórdís Anna Gylfadóttir, fræðslustýra auk þess sem Emil Tómas kom til starfa á haustmánuðum og sér um ýmis verk sem… Read More »Félagsgjöls Spretts 2024

Liðin í 1. deildinni klár

Undirbúningur á fullu fyrir fyrsta mót 1. deildarinnar. 1. deildin er nýjasta viðbótin í innanhús keppnis flórunni í vetur. Deildin er haldin í Samskipahöllinni og er fyrsta mótið 23. febrúar. Deildinni er ætlað að brúa bilið á milli Áhugamannadeildarinnar og Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum. Keppniskvöldin verða eftirfarandi: 23.feb (föstud) fjórg 7.mars (fimmtud) gæðingalist 16.mars (laugardag) slaktaumat 4.apríl (fimmtud) fimmg 18. apríl (fimmtud) 100m skeið og tölt… Read More »Liðin í 1. deildinni klár

Lýsing á reiðleiðum

Eins og við öll höfum fundið fyrir þá hefur vinna við lagningu kapla og tengingar á lýsingu á reiðleiðum okkar tafist en nú sér loks fyrir endan á þeirri töf hjá verktökum og Veitum . Í þessari viku verða verktakar við vinnu við tengingar á ljóskúplum á þeim staurum sem hafa verið settir upp undanfarið og að þeirri vinnu lokinni þá geta Veitur hleypt rafmagni… Read More »Lýsing á reiðleiðum

Forsala Landsmótsmiða

Kæru hestamenn!Um leið og við óskum ykkur gleðilegs Landsmótsárs 2024 tilkynnum við aðforsölutilboð okkar á miðum á Landsmót hestamanna í Reykjavík 2024 hefurverið framlengt til og með fimmtudagsins 4.janúar vegna fjölda áskoranaog beiðna.Tryggið ykkur miða á besta verðinu, 21.900kr, á tix.is. Hlökkum til aðsjá ykkur á Landsmóti í Reykjavík!

Viðrunarhólf Spretts lokuð

Notkun á viðrunarhófum Spretts er óheimil frá og með deginum í dag, 27.des 2023 og þar til við úthlutm hólfunum í vor. Ástæða þess að við viljum vernda grasrótina í hólfunum svo ekki myndist drullusvað í þeim þegar hross eru úti nú þegar tíðin er misjöfn og grasrótin viðkvæm. Vinsamlega virðið þessi tilmæli.

Tilnefningar til íþróttafólks ársins 2023 í Garðabæ

Fimm konur og fimm karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar (ÍTG) til íþróttakonu og íþróttakarls Garðabæjar 2023. Almenningi gefst kostur á að hafa áhrif á kjörið með því að taka þátt í vefkosningu sem stendur yfir frá 22. desember 2023 til og með 1. janúar 2024. Herdís Björg Jóhannsdóttir er ein þeirra sem er tilnefnd. Hvetjum við alla til þess að kjósa… Read More »Tilnefningar til íþróttafólks ársins 2023 í Garðabæ

Kosning um íþróttafólk ársins 2023 hjá Kópavogsbæ

Við hvetjum Sprettara til þess að kjósa um íþróttafólk Kópavogs 2023. https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/category/1/ithrottakona-og-ithrottakarl-arsins-2023-kosin-af-ibuum Við segjum stolt frá því að ung Sprettsstúlka er ein af þeim 10 sem tilnefnd eru af Kópavogsbæ þetta árið. Herdís Björg Jóhannsdóttir heimsmeistari í Tölti ungmenna er tilnefnd til íþróttakonu Kópavogs 2023. Valið stendur á milli 10 íþróttamanna sem íþróttaráð Kópavogs valdi úr innsendum tilnefningum frá íþróttafélögunum. Kjósa má einn íþróttakarl og… Read More »Kosning um íþróttafólk ársins 2023 hjá Kópavogsbæ

MENNTADAGUR  A-LANDSLIÐSINS 16. DES

Menntadagur íslenska landsliðsins verður haldinn í Lýsisreiðhöllinni í Víðidal þann 16. desember næstkomandi kl. 10.30 til 16.00. Vegleg dagskrá er í boði yfir daginn þar sem okkar allra færustu knapar og þjálfarar halda sýnikennslu. Þetta er frábært tækifæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að skyggnast inn í aðferðafræði landsliðsknapanna okkar, fræðast um þjálfun þeirra með hesta sína, skyggnast inn í undirbúning þeirra í upphafi vetrar og fá… Read More »MENNTADAGUR  A-LANDSLIÐSINS 16. DES

Samgöngusáttmáli

Hestafólk og fulltrúar annarra vegfarendahópa tóku höndum saman um að fræða almenning um það hvernig allir þessir hópar geti deilt saman heilbrigðri og öruggri útiveru. Sáttmáli milli hestafólks og annarra vegfarenda um umferðaröryggi var undirritaður í Félagsheimili Fáks í Víðidal 8. maí 2021. Eftirfarandi hópar komu að undirritun sáttmálans: Við sama tækifæri var frumsýnd fræðslumynd sem unnin var í samvinnu Landssambands hestamannafélaga, Horses of Iceland… Read More »Samgöngusáttmáli