Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Helgarnámskeið með Þórarni Ragnarssyni

Helgina 9.-11.des. nk. verður haldið helgarnámskeið með reiðkennaranum Þórarni Ragnarssyni. Kennt verður föstudag til sunnudags í Samskipahöllinni. Þórarinn er útskrifaður reiðkennari frá Hólaskóla. Hann hefur látið að sér kveða á keppnisbrautinni hvort sem er í gæðingakeppni eða íþróttakeppni. Einnig hefur hann náð góðum árangri á kynbótabrautinni. Kennt verður í einkatímum; 30 mín á föstudeginum og 45 mín á laugardegi og sunnudegi.Kennt verður á tímabilinu kl.16:00-21:00… Read More »Helgarnámskeið með Þórarni Ragnarssyni

Afrekssjóður íþróttaráðs Kópavogs

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í afrekssjóð fyrir árið 2022. Reglur má sjá hér fyrir neðan. Umsóknarferlið er rafrænt þetta árið og biðjum við ykkur um að fylla þetta skjal út ef sækja á um; Umsókn um afreksstyrk – 2022 – Google Forms Umsóknarfrestur er til og með 20. Desember 2022. Reglugerð afrekssjóðs SÍK

Uppskeruhátíð barna og unglinga

Uppskeruhátíð barna og unglinga í Spretti fór fram föstudagskvöldið 18.nóvember. Hátíðin var vel sótt. Boðið var upp á veitingar og skemmtiatriði en skemmtikrafturinn Lalli töframaður mætti og sýndi listir sínar, börnum og fullorðnum til mikillar skemmtunar. Skipað var barna- og unglingaráð Spretts og stefnt er að því að funda reglulega með nefndinni svo yngstu knaparnir geti komið sínum skilaboðum á framfæri. Nefndina skipa; Elva Rún… Read More »Uppskeruhátíð barna og unglinga

Hindrunarstökksnámskeið

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti, Húsasmiðjuhöll, og hefst sunnudaginn 26.nóvember. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir alla, bæði fullorðna og yngri knapa, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn:… Read More »Hindrunarstökksnámskeið

Ásetu- og sætisæfinganámskeið

Langar þig að bæta jafnvægi og ásetu? Á þessu námskeiði verður farið í liðkandi æfingar sem og jafnvægisæfingar til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum sem knapi. Nemendur para sig saman með einn hest, sem best væri að kynni að hringteymast og hefur gott brokk. Sá búnaður sem þarf að nota er; hnakkur, hringtaumsmúll, hliðartaumar og vaður/langur taumur. Kennt er í Húsasmiðjuhöll á laugardögum,… Read More »Ásetu- og sætisæfinganámskeið

Helgarnámskeið

Helgina 19.-20.nóvember verður haldið helgarnámskeið með Jóhanni Kr. Ragnarssyni í Spretti. Jóa þarf vart að kynna fyrir Spretturum, hann hefur keppt og sýnt fjölmörg hross á kynbótabrautinni með góðum árangri. Kennt verður í 45mín einkatímum laugardag og sunnudag, milli kl.9-16. Óskir um nánari tímasetningar má senda á fraedslunefnd@sprettarar.is. Kennt verður í Samskipahöllinni, bil 2. Verð fyrir fullorðna er 28.000kr. Hér er hlekkur á skráningu fyrir… Read More »Helgarnámskeið

Uppskeruhátíð barna og unglinga

Föstudaginn 18.nóvember 2022 verður haldin uppskeruhátíð barna og unglinga í Spretti. Við hvetjum öll börn og alla unglinga í Spretti til þess að mæta og hafa gaman saman, hátíðin er opin öllum félagsmönnum Spretts á aldrinum 10-17 ára. Hátíðin verður haldin í veislusal Spretts og hefst kl.19:00 og stendur til ca. 21:00. Boðið verður upp á kvöldmat ásamt skemmtiatriðum. Veitt verða verðlaun fyrir besta keppnisárangur… Read More »Uppskeruhátíð barna og unglinga

Einkatímar með Sigvalda Lárus Guðmundssyni

Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari og tamningamaður býður upp á einkatíma hvort sem er með ung og óreynd hross eða eldri og reyndari hross. Sigvaldi er afar reynslumikill tamningamaður og þjálfari. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri við mjög góðan orðstír, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið… Read More »Einkatímar með Sigvalda Lárus Guðmundssyni