Skip to content

Einkatímar með Sigvalda Lárus Guðmundssyni

Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari og tamningamaður býður upp á einkatíma hvort sem er með ung og óreynd hross eða eldri og reyndari hross.

Sigvaldi er afar reynslumikill tamningamaður og þjálfari. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri við mjög góðan orðstír, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.

Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöll, hver tími er 45 mín. Kennd verða 5 skipti samtals. Kennt er á tímabilinu 17:00-21:00. Verð fyrir fullorðna er 68.000kr. Verð fyrir yngri flokka er 55.000kr.

Vinsamlegast sendið póst á fraedslunefnd@sprettarar.is með óskum um nánari tímasetningu.

Hér er hlekkur á skráninguna fyrir fullorðna; https://www.sportabler.com/…/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTQxNjc=?

Hér er hlekkur á skráningu fyrir yngri flokka;

https://www.sportabler.com/…/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTQxNjg=?