Föstudaginn 18.nóvember 2022 verður haldin uppskeruhátíð barna og unglinga í Spretti. Við hvetjum öll börn og alla unglinga í Spretti til þess að mæta og hafa gaman saman, hátíðin er opin öllum félagsmönnum Spretts á aldrinum 10-17 ára. Hátíðin verður haldin í veislusal Spretts og hefst kl.19:00 og stendur til ca. 21:00. Boðið verður upp á kvöldmat ásamt skemmtiatriðum. Veitt verða verðlaun fyrir besta keppnisárangur í barna og unglingaflokki, bæði í stúlkna og drengjaflokkum. Einnig verða veitt hvatningarverðlaun í báðum flokkum. Allir gestir hátíðarinnar fara í lok kvölds heim með smá glaðning. Hlökkum til að sjá ykkur!