Skip to content

Hindrunarstökksnámskeið

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti, Húsasmiðjuhöll, og hefst sunnudaginn 26.nóvember. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir alla, bæði fullorðna og yngri knapa, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn: hnakkur, beisli, hringtaumsmúll/tamningabeisli, langur taumur og hringtaumspískur. Kennt verður í hópum, 3-4 í hverjum hóp, í Húsasmiðjuhöllinni á sunnudögum, hópar í boði kl.18-19 og kl.19-20. Verð fyrir fullorðna 16.000kr. Verð fyrir yngri flokka 10.000kr. Nánari upplýsingar má finna hjá kennara námskeiðsins, Guðrúnu Margréti Valsteinsdóttur á tölvupósti; [email protected]

Hér er hlekkur á skráningu fyrir yngri flokka; https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTQ1OTI=?

Hér er hlekkur á skráningu fyrir fullorðna;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTQ1OTM=?