Helgina 9.-11.des. nk. verður haldið helgarnámskeið með reiðkennaranum Þórarni Ragnarssyni. Kennt verður föstudag til sunnudags í Samskipahöllinni.
Þórarinn er útskrifaður reiðkennari frá Hólaskóla. Hann hefur látið að sér kveða á keppnisbrautinni hvort sem er í gæðingakeppni eða íþróttakeppni. Einnig hefur hann náð góðum árangri á kynbótabrautinni.
Kennt verður í einkatímum; 30 mín á föstudeginum og 45 mín á laugardegi og sunnudegi.
Kennt verður á tímabilinu kl.16:00-21:00 á föstudag og kl.9:00-17:00 laugardag og sunnudag.
Aðeins 10 pláss í boði.
Verð fyrir yngri flokka er 25.000kr.
Hér er hlekkur á skráningu fyrir yngri flokka;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTQ4NjU=?
Verð fyrir fullorðna er 31.500kr.
Hér er hlekkur á skráningu fyrir fullorðna;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTQ4NjQ=?