Vekjum athygli á því að fráteknir eru opnir tímar fyrir yngri flokka (10-21 árs) í reiðhöllum Spretts. Í sumum tímum er fyrirfram ákveðið hvað verður gert, t.d. stundum verða settar upp hindranir eða farið í leiki, aðra daga mæta kennarar sem hægt er að spyrja ráða hjá og einnig verða frjálsir tímar. Í desember byrjum við með frátekna tíma í Samskipahöll 1x í viku. Eftir áramót bætist svo við 1x í viku frátekin tími í Húsasmiðjuhöll á fimmtudögum milli kl.17-18.
Hér má sjá dagskrá fyrir desember eftirfarandi daga;
- Mánudaginn 5.des kl.17:30-18:30 Samskipahöll hólf 3. Hafþór Hreiðar Birgisson mætir.
- Mánudaginn 12.des kl.17:30-18:30 Samskipahöll hólf 3.
- Mánudaginn 19.des kl.17:30-18:30 Samskipahöll hólf 3. Þórdís Anna mætir, brokkslár og hindranir.
- Mánudaginn 26.des. kl.17:30-18:30 Samskipahöll hólf 3.