Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Aðalfundur Spretts 28.mars

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2021 til janúar 2023 þann 28.mars n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar. Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins. 1. Fundarsetning.2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.4. Framlagning reikninga félagsins.5. Lagabreytingar.6.… Read More »Aðalfundur Spretts 28.mars

Þriðjudagsreiðtúrar

Nokkrir rólyndis Sprettarar hafa áhuga á að sameinast um reiðtúr einu sinni í viku, lagt verður af stað frá Samskipahöllinni kl 14:00 á þriðjudögum. Miðað er við ca 1klst reiðtúr í rólegheitum, njóta en ekki þjóta er hugafar hópsins. Ákveðið verður í upphafi hvers reiðtúrs hvert ferðinni er heitið. Sjámust næsta þriðjudag kl 14:00 við Samskipahöllina. Þriðjudagshópurinn

Niðurstöður annarra vetrarleika Spretts 2023

Aðrir vetrarleikar Spretts fóru fram í dag. Þátttaka var með ágætum og sérstaklega gaman að sjá hversu margir pollar mættu á völlinn á gæðingum sínum. Niðurstöður dagsins. Pollar teymdir Iðunn Egilsdóttir Tjörvi Ragnheiðarstöðum 17v brúnn Bjarni Hrafn Sigurbjörnsson Glói Stóra Hofi 28v Rauðglófextur stjórnóttur Ásta Ágústa Berg Sigurðardóttir Vilja Hestheimum 19v Rauðstjórnóttur Telma Rún Árnadóttir Fengur Sauðárkróki 12v Rauðblesóttur Hildur Inga Árnadóttir Prins Sauðárkróki 12… Read More »Niðurstöður annarra vetrarleika Spretts 2023

Kvennatölt 2023

Hið sívinsæla og upprunalega Kvennatölt fer fram í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 22.apríl n.k. Sú nýbreytni er að í boði verða fimm flokkar og er gerð tilraun til að lýsa þeim hér að neðan til að auðvelda knöpum að staðsetja sig og vonandi koma í veg fyrir þá óánægju sem hefur komið upp á hverju ári varðandi skráningar einstaka knapa. Athugið að ávallt er miðað… Read More »Kvennatölt 2023

Josera fimmgangur Samskipadeildarinnar

Næstkomandi föstudag, 24.mars verður Josera fimmgangurinn í Samskipadeildinni. Fimmgangurinn er eitt mest spennandi mótið í Samskipadeildinni. Þessi grein er eins og flestir vita mjög krefjandi og hafa knaparnir okkar lagt nótt við dag við undirbúninginn. Þessa helgina eru æfingatímar hjá öllum liðunum og rennur skráningarfrestur út á mánudag. Spennan er mikil enda ríður á að klárinn liggi í höllinni á föstudaginn. Veislan byrjar kl. 18:30… Read More »Josera fimmgangur Samskipadeildarinnar

Dagskrá og ráslistar Opna Þrígangsmóts Sprett

Opna Þrígangsmóts Spretts og 20 & sjö Mathús og Bar verður haldið í Samskipahöllinni föstudagskvöldið 17.mars næstkomandi. Þátttaka á mótinu er frábær og hlakkar okkur í Spretti til að sjá keppendur og aðstandendur þeirra í sætunum í stúkunni í Samskipahöllinni. Veitingasalan verður opiní veislusal Spretts á meðan forkeppni stendur yfir. Dagskrá mótsins er eftirfarandi 18:00 FIMMGANGUR, F3Fullorðinsflokkur – 1. Flokkur19:00 V6Unglingaflokkur, minna vanir19:10 V5 Unglingaflokkur,… Read More »Dagskrá og ráslistar Opna Þrígangsmóts Sprett

2.vetrarleikar Spretts

Nk sunnudag 19.mars verða aðrir vetrarleikar Spretts 2023 Skráning verður í anddyri veislusal Spretts kl 11:00-12:00 Keppt verður á hefðbundin hátt vetrarleika, uppá vinstri hönd, hægt tölt og svo fegurðartölt. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Nefndin áskilur sér rétt til að sameina… Read More »2.vetrarleikar Spretts

Vinna við reiðleið

í dag, 13.mars hefst vinna við lagfæringu á reiðleið á syðri hluta skeifunnar, verður sú vinna í gangi næstu daga, vörubílar munu því þurfa að fara í gegnum gamla hverfið og keyra gömlu skeiðbrautina (merkt með gulu á mynd) reiðleiðin verður hækkuð upp með fram skeifunni (mertk með grænu á mynd). Vonandi verður ónæðið sem minnst fyrir Sprettara en hjá því er nú samt ekki… Read More »Vinna við reiðleið

30.km hámarkshraði

Af gefnu tilefni minnum við ökumenn sem aka í gegnum félagssvæði hmf Spretts að á svæðinu öllu er hámarkshraði 30 km. Því miður virða of fáir ökumenn hámarkshraðann á svæðinu og ítrekað fáum við tilkynningar um að hestar fælist vegna bíla sem aka of hratt. Síðast í dag datt unglingstúlka af baki hesti sem fældist við bíl sem ók mjög hratt yfir hraðahindrunina á Markavegi… Read More »30.km hámarkshraði

Samskipadeildin, josera fimmgangurinn.

Við erum hvergi nærri hætt í Samskipadeilinni, áhugamannadeild Spretts, tvö mót eru að baki, þrjú eru framundan. Næst verðum við föstudaginn 24.mars í Samskipahöllinni, Josera fimmgangurinn. Liðin eru á fullu við að undirbúa sig fyrir fimmganginn og hlakkar okkur í stjórn Áhugamannadeildarinnar mikið til kvöldsins. Veitingasalan verður opin að vanda og á matseðlinum verða kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi. Hvetjum sem flesta til að… Read More »Samskipadeildin, josera fimmgangurinn.