Skip to content

Frábær hreinsunardagur að baki

Hreinsunardagur Spretts fór fram í gær,24.4, á síðasta vetrardegi og var virkilega góð mæting hjá Spretturum.

Dagurinn var vel skipulagður og tókst félagsmönnum að kemba svæðið okkar nokkuð vel. Mikið magn af rusli var hreinsað á svæðinu en á kerruplaninu er enn ruslhaugur sem Kópavogsbær mun sjá um að fjarlæga.

Klukkan 19 var félagsmönnum boðið upp á grill og hressingu. Þar sem veðrið var svo yndislegt var ákveðið að vera úti og njóta vorsins.

Þökkum öllum sem komu og hjálpuðu fyrir þeirra framlag.

Gleðilegt sumar.

Hægt er að skoða myndir sem teknar voru í myndaalbúminu á facebook síðunni okkar https://www.facebook.com/media/set/?set=a.929343342531251&type=3