Skip to content

Hreinsunardagur Spretts 2024

Síðasta vetrardag, 24.apríl ætlum við að taka höndum saman og fegra umhverfið á svæðinu okkar.

Við ætlum að hefjast handa kl. 17 en verkstjórar verða við eða í kringum báðar reiðhallirnar. Þar verður hægt að nálgast ruslapoka, hrífur, áhöld og upplýsingar ef fólk vill leiðbeiningar hvert skal halda. Þar að auki verður búið að koma fiskikörum fyrir á nokkra staði í hverfinu en staðsetningu þeirra má sjá á meðfylgjandi mynd. Við fiskikörin verða ruslapokar og þar verður líka hægt að losa sig við rusl.

Helstu verkefni eru:

  • týna rusl

– í hverfunum

– við reiðhallirnar og vellina

– á rúlluplani og kerruplani

– Andvarahringinn

– reiðleiðina upp að Guðmundarlundi

– reiðleiðina meðfram Boðaþingi og niður að Elliðavatni

– reiðleiðina úr hverfinu í átt að Vífilsstaðavatni

– og alstaðar þar sem við sjáum rusl        

  • raka reiðvegi og hreinsa þannig burt grjót
  • Laga lausa spotta sem verða á vegi okkar

Klukkan 19 verður þátttakendum boðið í grillaðar pylsur og drykki í veislusal Spretts.

Við bendum á að ekki er tekið við rusli úr hesthúsum.

Við bendum jafnframt á að nokkuð áreiti getur verið á reiðvegunum á meðan hreinsun stendur og biðjum við þá sem eru á ferðinni að taka tillit til þess.

Við hvetjum alla Sprettara unga sem aldna að taka þátt í hreinsunardeginum með okkur.

Það er svo miklu skemmtilegra og öruggara að ríða út í hreinu og fallegu umhverfi.