Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Ungir Sprettarar á ferð og flugi

Ungir Sprettarar lögðu land undir fót og héldu til Svíþjóðar á hestasýningu þann 30.nóvember síðastliðinn. Óhætt er að segja að það hafi verið mikið stuð! Aðdragandi ferðarinnar er sá að haustið 2022 var skipað barna- og unglingaráð Spretts en þar sitja sex ungir og hugmyndaríkir Sprettarar sem eru fulltrúar allra barna og unglinga í félaginu. Á fyrsta fundi ráðsins voru þau spurð af yfirþjálfara yngri… Read More »Ungir Sprettarar á ferð og flugi

Töltgrúppan hefst 10.jan 2024

Nú styttist óðfluga í að Töltgrúppan fari af stað aftur og því tilvalið fyrir maka Sprettskvenna að lauma slíku námskeiði í jólapakkann handa frúnni (hægt er að fá útprentað gjafabréf sé þess óskað til þess að lauma í jólapakkan). Kennt verður á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 í Samskipahöllinni, 1x í viku, 13 skipti. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. jan á bóklegum tíma þar sem farið verið yfir… Read More »Töltgrúppan hefst 10.jan 2024

Einkatímar hjá Antoni Páli

Reiðkennarinn Anton Páll Níelsson býður upp á einkatíma í desember. Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru miðvikudaginn 13.des og miðvikudaginn 20.des. Kennt verður í Samskipahöll hólf 3. Kennsla fer fram milli kl.9-17.  Verð er 35.000kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Knapar í yngri flokkum skrá sig með því… Read More »Einkatímar hjá Antoni Páli

helgarnámskeið með Viðari Ingólfssyni

Helgina 16.-17.des nk. mun landsliðsknapinn Viðar Ingólfsson bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti. Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir laugardaginn 16.des og sunnudaginn 17.des. í Samskipahöllinni í hólfi 3.  Tímasetningar í boði frá kl.9:00-16:00. Eingöngu 8 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig… Read More »helgarnámskeið með Viðari Ingólfssyni

Léttleiki, virðing og traust!

Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fimmtudaginn 23.nóvember kl.19:30. Sigvaldi verður með 1-2 hesta á mismunandi þjálfunarstigum og segir frá sínum hugmyndum og aðferðum sem snúa að tamningu og þjálfun og hestamennskunni í heild sinni. Sigvaldi mun fara yfir breitt svið þjálfunar – allt frá tamningu og uppbyggingu ungra hrossa til þjálfunar á alhliðahesti og til afkasta á… Read More »Léttleiki, virðing og traust!

Einka- og paratímar Sigvaldi Lárus

Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari frá Hólaskóla býður upp á einkatíma hvort sem er með ung og óreynd hross eða eldri og reyndari hross. Í boði eru einkatímar en einnig er hægt að mæta t.d. saman vinir, par, mæðgur, mæðgin o.s.frv. og deilist þá námskeiðsgjaldið í tvennt. Nánari upplýsingar hjá fraedslunefnd@sprettarar.is   Sigvaldi er reynslumikill tamningamaður og þjálfari. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann… Read More »Einka- og paratímar Sigvaldi Lárus

helgarnámskeið Anton Páll 2.-3.des

Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru laugardaginn 2.des og sunnudaginn 3.desKennt verður í Samskipahöll hólf 2. Kennsla fer fram milli kl.9-17. Verð er 35.000kr.  Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Knapar í yngri flokkum skrá sig með því að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is.

Stigahæstu börn og unglingar Spretts 2023

Þar sem tæknin var eitthvað aðeins að stríða okkur á uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts var ákveðið að birta hér sérstaklega myndir af þeim börnum og unglingum sem sköruðu framúr á keppnisvellinum árið 2023. Öll fengu þau myndirnar innrammaðar til eignar en gaman er fyrir okkur hin líka að njóta þessa fallegu mynda af ungum Spretturum. Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir stigahæsta stúlkan í barnaflokki Apríl Björk… Read More »Stigahæstu börn og unglingar Spretts 2023

Heimsmeistarafyrirlestur, verðlaunaveitingar og veisluhlaðborð

Uppskeruhátíð barna og unglinga fór fram í veislusal Spretts í Samskipahöllinni fimmtudaginn 16.nóvember. Boðið var upp á þriggja rétta kvöldverð, ungir Sprettarar voru heiðraðir og í lok kvöldsins fóru allir heim með gjafapoka. Mjög góð mæting var á hátíðina sem er merki um öflugt starf æskulýðsnefndar Spretts.  Dagskráin var þétt skipuð. Þórdís Anna Gylfadóttir, yfirþjálfari yngri flokka félagsins, sagði frá hápunktum í starfi vetrarins og… Read More »Heimsmeistarafyrirlestur, verðlaunaveitingar og veisluhlaðborð

Léttleiki, virðing og traust

Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fimmtudaginn 23.nóvember kl.19:30. Sigvaldi verður með 1-2 hesta á mismunandi þjálfunarstigum og segir frá sínum hugmyndum og aðferðum sem snúa að tamningu og þjálfun og hestamennskunni í heild sinni. Sigvaldi mun fara yfir breitt svið þjálfunar – allt frá tamningu og uppbyggingu ungra hrossa til þjálfunar á alhliðahesti og til afkasta á… Read More »Léttleiki, virðing og traust