Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari frá Hólaskóla býður upp á einkatíma hvort sem er með ung og óreynd hross eða eldri og reyndari hross. Í boði eru einkatímar en einnig er hægt að mæta t.d. saman vinir, par, mæðgur, mæðgin o.s.frv. og deilist þá námskeiðsgjaldið í tvennt. Nánari upplýsingar hjá fraedslunefnd@sprettarar.is
Sigvaldi er reynslumikill tamningamaður og þjálfari. Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri við mjög góðan orðstír, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöll, hólf 3, hver tími er 45 mín. Námskeiðið telur 4 skipti.
Kennt verður eftirtalda daga; 28.nóv., 5.des., 12.des. og 19.des. Verð er 58.000kr.
Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 47.500kr. Knapar í yngri flokkum skrá sig með því að senda póst a fraedslunefnd@sprettarar.is.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is.