Skip to content

helgarnámskeið með Viðari Ingólfssyni

Helgina 16.-17.des nk. mun landsliðsknapinn Viðar Ingólfsson bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti. Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti.

Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir laugardaginn 16.des og sunnudaginn 17.des. í Samskipahöllinni í hólfi 3.  Tímasetningar í boði frá kl.9:00-16:00. Eingöngu 8 pláss í boði. Verð er 29.500kr.

Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig og er verð fyrir yngri flokka 24.000kr. Til að skrá sig þarf að senda póst á [email protected]

Skráning er opin á sportabler.com/shop/hfsprettur