Skip to content

Fréttir

Firmamót Spretts 2022

Takið fimmtudaginn 21.apríl frá.  Firmakeppni Spretts er ein af mikilvægustu tekjuleiðum félagsins og þó fyrirvarinn sé stuttur þá ætlum við í mótanefnd Spretts ásamt Bödda og félögum að blása til sóknar fyrir félagið okkar og safna saman styrkjum og halda skemmtilegt mót.  Þeir/þær sem vilja styrkja mótið er bent á að hafa samband við Bödda í síma 897-7517 eða Sverri 896 8242 Skráningargjöld á firmakeppni… Read More »Firmamót Spretts 2022

Opið Íþróttamót Spretts verður samkvæmt dagskrá 4.-8.maí

Skráning á mótið er opin og mun standa til miðnættis laugardaginn 29. apríl.Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Sprettur áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka. Það er mikil vinna sem liggur að baki undirbúningi og framkvæmd íþróttamótsins. Flest vinum við þetta í sjálfboðavinnu og með glöðu geði. Hins vegar viljum í nefndinni fara fram á að… Read More »Opið Íþróttamót Spretts verður samkvæmt dagskrá 4.-8.maí

Karlatölt Spretts 2022

Opnir æfingatímar fyrir Karlatöltið verða á sunndag 17.apríl kl 14:00-17:00 og Mánudaginn 18.apríl kl 21:00-23:00  

Dagskrá Dymbilvikusýningar Spretts 2022

Þá er dagurinn runnin upp, sólin farin að skína og allir komnir í páskafíling. Það fer allt að verða tilbúið fyrir dymbilvikusýninguna í kvöld sem hefst kl 20:00 í Samskipahöllinni. Vegleg dagskrá í boði og opnar húsið kl 18.00,Hægt verður að kaupa mat og einnig verður Happy hour á milli 18:00-20:00 Aðgangseyrir 2000 kr. Fyrir 12 ára og eldri. Ræktunarhross skipa stærstan sess á sýningunni… Read More »Dagskrá Dymbilvikusýningar Spretts 2022

Námskeið fyrir þuli á mótum

LH stendur fyrir námskeiði fyrir þuli sem stýra keppni á mótum. Námskeiðið verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 24. apríl kl. 11-16. Kennari á námskeiðinu er Sigrún Sigurðardóttir en hún er ein af okkar reyndustu þulum. Boðið verður upp á tveggja tíma fyrirlestur í veislusal reiðhallarinnar og svo er verkleg kennsla í reiðhöllinni þar sem nemendur fá að stýra knöpum í reið. Við hvetjum… Read More »Námskeið fyrir þuli á mótum

Ráslistar á opna æfingamótinu í fjórgangi

Mótið hefst kl 18:00 18:00 V5 18:20 V2 Fjórgangur V5 Fullorðinsflokkur – 1. flokkur 1 1 V Katharina Søe Olsen 1 – Rauður Geysir Tign frá Leirubakka Brúnn/milli-einlitt 6 Geysir Anders Hansen Galdur frá Leirubakka Drottning frá Víðihlíð2 1 V Orri Arnarson 2 – Gulur Snæfellingur Eygló frá Leirubakka Rauður/ljós-stjörnóttglófext 6 Snæfellingur Anders Hansen, Fríða Hansen, Orri Arnarson Draupnir frá Stuðlum Eyvör frá Leirubakka3 1… Read More »Ráslistar á opna æfingamótinu í fjórgangi

Kvennatöltið 2022

Hið sívinsæla og upprunalega Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz fer fram í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 23.apríl n.k. Nánari upplýsingar um flokkaskiptingu og reglur er að finna á viðburði á Facebook undir nafninu Kvennatölt Spretts 2022. Endilega meldið ykkur inn á viðburðinn til að fylgjast með upplýsingum.Skráningargjald er kr. 6000kr per skráningu og fer skráning fram á https://skraning.sportfengur.com/Konur eru hvattar til að skrá sem fyrst, en… Read More »Kvennatöltið 2022

Opið æfingamót í fjórgangi

Skráning er opin til kl:15:00 Mánudaginn 11. apríl Sprettur ætlar að bjóða upp á opið æfingamótaröð í apríl fyrir komandi íþróttamót. Stefnt er að því að halda mótið úti ef veður og aðstæður leyfa. Eingöngu verður riðin forkeppni og ekki verður raðað í sæti eða verðlaun veitt. Skráning er hafin og stendur yfir til og með 10. apríl. Skráningargjald 3000 kr. Mótin verða eftirfarandi:– 12.… Read More »Opið æfingamót í fjórgangi

Dymbilvikusýning, 13. apríl nk

Nú styttist óðfluga í Dymbilvikusýningu Spretts 2022. Sýningin verður þann 13.apríl næstkomandi og þá munum við eins og undanfarin ár halda létta keppni milli nágranna hestamannafélaganna um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi.Ýmis ræktunarbú munu koma fram með hross, yngri kynnslóðin í Spretti sýnir sig, Íþróttafólk Spretts verður heiðrað ofl ofl ofl. Húsið opnar kl 18:00Hægt verður að kaupa mat og… Read More »Dymbilvikusýning, 13. apríl nk

Sportfengs námskeið

Við ætlum að halda námskeið í sportfeng fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í framkvæmd móta hjá félaginu. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna í dómpalli, stofna mót, skipuleggja mót og keyra mót. Þetta námskeið er ekki hugsað fyrir ritara. Námskeiðið verður haldið í Spretti sunnudaginn 10. Apríl kl. 20. Námskeiðið er eingöngu ætlað félögum Spretts. Skráning… Read More »Sportfengs námskeið