Hið sívinsæla og upprunalega Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz fer fram í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 23.apríl n.k.
Nánari upplýsingar um flokkaskiptingu og reglur er að finna á viðburði á Facebook undir nafninu Kvennatölt Spretts 2022.
Endilega meldið ykkur inn á viðburðinn til að fylgjast með upplýsingum.
Skráningargjald er kr. 6000kr per skráningu og fer skráning fram á https://skraning.sportfengur.com/
Konur eru hvattar til að skrá sem fyrst, en dregið verður úr fyrstu 50 og fyrstu 100 skráningunum þar sem heppnar konur hljóta flotta vinninga.
Skráning hefst mánudaginn 11. apríl og lýkur á þriðjudeginum 19. apríl
Ef einhver lendir í vandræðum með skráningu þá viljum við fá skilaboð á netfangið [email protected] eða að þið hringið í 6952391. Þær sem vilja fá að skrá sig eftir að skráningu lýkur verða að borga 5000 kr aukalega
Boðið verður upp á æfingartíma í Samskipahöllinni sunnudaginn 10.apríl frá kl.10:00 – 14:00 og þriðjudaginn 19.apríl frá kl. 21:00 – 23:00.
Við hvetjum konur til að nýta sér þessa tíma til þess að finna út upp á hvaða hönd sé best að skrá sig.
Stefnt er á að mótið hefjist kl. 12 með forkeppni og mótslok verði kl. 21:00
Við viljum vekja athygli á að Kvennatölti Spretts loknu, verður Diskótek og Abba-show barinn verður opinn og stuð frameftir kvöldi.
Keppendur í kvennatöltinu fá aflátt á þennan viðburð.
Vonumst til að sjá sem flestar konur!
Kvennatöltsnefnd Spretts