Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Umsóknir um viðrunarhólf 2024

Ágætu Sprettarar Af gefnu tilefni minnum við Sprettara á að óheimilt er að nota viðrunarhólfin eins og stendur. Það er einfaldlega vegna þess að við erum að spyrna við því að grasrótin skemmist og hólfin spænist  upp. Vonumst til þess að hægt verði að byrja nota hólfin í snemma í maí ef tíðin verður góð. Umsóknir um hólf fyrir sumarið 2024. Nú þegar sól hækkar á… Read More »Umsóknir um viðrunarhólf 2024

Devold töltið í samskipadeildinni

Næst síðasta greinin í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts, fer fram nk föstudag, 19.apríl, keppt verður í tölti og er styrktaraðili kvöldsins Devold, kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.. Mótið hefst kl 19:00 og verður veitingasalan að sjálfsögðu á sínum stað og opnar kl 17:00. Matseðillinn er glæsilegur að vanda. Við hvetjum keppendur og aðstandendur þeirra til þess að setjast niður og fá sér að borða fyrir… Read More »Devold töltið í samskipadeildinni

Úrslit kvennatölts Spretts og Mercedes Benz

Kvennatölt Spretts og Mercedes Benz var haldið laugardaginn 13. apríl íSamskipahöllinni í Kópavogi. Um 160 konur mættu prúðbúnar til leiks og keppt var ífimm flokkum. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi hjá konum á öllum aldri sem komavíðsvegar að af landinu. Að vanda var mótið hið glæsilegasta, keppendur voru tilfyrirmyndar og gleðin við völd innan vallar sem utan.Viðburður sem þessi krefst mikillar skipulagningar, sjálfboðaliða sem… Read More »Úrslit kvennatölts Spretts og Mercedes Benz

Kvennareið – nú bjóða Sörlakonur heim

Nú er komið að því að Sörlakonur bjóða heim. Hestamannafélagið Sörli er 80 ára í ár og ætlar Kvennadeild Sörla að halda svakalegt kvennapartý! Þannig eru allar hestakonur (18 ára og eldri) úr Fáki, Spretti, Herði, Sóta, Brimfaxa og Mána boðnar innilega velkomnar. Takið endilega frá föstudaginn 26. apríl nk. fyrir gleðina á Sörlastöðum en Sörlakonur hyggjast ríða á móti konum úr öðrum félögum og… Read More »Kvennareið – nú bjóða Sörlakonur heim

Litli rekstarhringurinn í Spretti

Af gefnu tilefni þurfum við að minna á reglur um hvenær megi reka hross á gamla gæðingavellinum í Spretti. Undanfarið hafa okkur borist of margar kvartanir vegna óþæginda sem reiðmenn verða út af hlaupandi hrossum á hringnum. Leyfilegt er að reka alla daga frá kl 6:00-12:00 og frá kl 20:00-23:00. Stranglega bannað er að nota bílflautur eða annan hávaða þegar hrossin eru rekin. Gæta skal… Read More »Litli rekstarhringurinn í Spretti

Pistill frá nýjum formanni Spretts

Kæru Sprettarar Ég vil byrja á því að þakka stuðninginn og það traust sem mér er veitt með að vera valin sem formaður félagsins okkar allra. Mig langar að þakka fyrri formanni og fráfarandi stjórn kærlega fyrir þeirra óeigingjörnu vinnu og þann tíma sem þau hafa lagt til félagsins undanfarin ár. Við erum stærsta hestamannafélag landsins og til okkar er horft sem fyrirmynd annarra félaga. … Read More »Pistill frá nýjum formanni Spretts

Niðurstöður Bílabanka fimmgangsins

Nú í kvöld fór fram fimmgangur í Samskipadeildinni, styrktaraðili kvöldsins var Bílabankinn og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.   Sigurvegari A-úrslita var Garðar Hólm Birgisson á hryssunni Kná frá Korpu með einkunina 6,79.  Sigurvegari B-úrslita var Eyrún Jónasdóttir og hryssan Árný frá Kálfholti með einkunina 6,21 47 keppendur tóku þátt í kvöld og gekk mótið frábærlega. Gaman er að fylgjast með þátttakendum vaxa og… Read More »Niðurstöður Bílabanka fimmgangsins

Bílabanka fimmgangur Samskipadeildarinnar.

Í kvöld fer fram fjórða mótið í Samskipadeildinni. Nú verður það fimmgangur, styrktaraðili kvöldsins er Bílabankinn. Mótið hefst kl 18:30 og er hörkukeppni framundan í kvöld. Veitingasalan verður að vanda í veislusalnum og opnar húsið kl 17:00, matseðill kvöldsins er glæsilegur eins og sjá má. Við hvetjum alla til þess að setjast niður og borða saman. Hér er ráslisti kvöldsins. Fimmgangur F2 Fullorðinsflokkur – 2.… Read More »Bílabanka fimmgangur Samskipadeildarinnar.