Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

öryggisupplifun knapa á reiðleiðum

Hestamanneskjur á höfuðborgarsvæðinu,  viljið þið vinsamlegast svara þessari könnun um öryggisupplifun knapa á reiðleiðum. https://freeonlinesurveys.com/s/iDjwPTvN/i/5811284 Það er mikilvægt fyrir okkur að kortleggja þetta til að draga saman í skýrslu hvar helst er úrbóta þörf. Verkefnið er unnið með styrk frá Vegagerðinni. Kær kveðja Dagný Bjarnadóttir form. reiðveganefndar Fáks og Katrín Halldórsdóttir starfsm. Vegegerðarinnar

Uppskeru & árshátíð Spretts 2023

Laugardaginn 4.nóv sl var Uppskeru & árshátíð hmf. Spretts, þar voru bæði knapar og ræktendur kynbótahrossa heiðraðir. Hátiðin var haldin í veislusal Spretts og mættu Sprettarar prúðbúnir til veislu og skemmtu sér fram á nótt. Ákveðið var af stjórn hmf. Spretts á haustdögum að ár hvert yrði keppnisknapi ársins verðlaunaður sérstaklega, það er sá einstaklingur sem er stigahæstur óháð í hvaða flokki viðkomandi keppir, barna,… Read More »Uppskeru & árshátíð Spretts 2023

Starfsmaður óskast

Hestamannafélagið Sprettur leitar að starfskrafti í hlutastarf. ·        Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt ·        Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vinnu á traktorum. ·        Þarf að geta sinnt viðhaldi á eignum Spretts. ·        Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Nánari upplýsingar í gegnum sprettur@sprettarar.is

Uppskeru og árshátíð Spretts 2023

Nú fögnum við góðu ári og góðri uppskeru hjá Spretturum á líðandi ári, ómetanlegri vinnu sjálfboðaliða, góðum árangri á keppnisbrautinni, góðum kynbótahrossum frá Sprettsfélögum. Skemmtum okkur og fögnum saman eins og best við getum í veislusal Spretts laugardagskvöldið 4.nóv. Miða/borðapantanir fara fram í gegnum sprettur@sprettarar.is fyrir miðvikudaginn 1.nóv.

Nýr starfsmaður Spretts

Hmf Sprettur hefur ráðið starfsmann í hlutastarf í ýmis viðhalds og tiltekarverkefni hjá Spretti. Starfsmaðurinn okkar heitir Emil Óskar. Emil mun vera á ferðinni í báðum höllum af og til við ýmis störf. Eitt af hans hlutverkum er að spyrja notendur reiðhallanna til nafns svo hægt sé að ath hvort viðkomandi sé að nota réttan lykil. Við biðjum félagsmenn um að taka vel á móti… Read More »Nýr starfsmaður Spretts

Keppnisárangur 2023

Stjórn Spretts og framkvæmdastjóri óskar eftir upplýsingum um árangurSprettara á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2023. Óskum eftir upplýsingum um árangur í öllum flokkum fyrir keppnisárið 2023,barna, unglinga, ungmenna og fullorðinsflokkum, áhugamenn sérstaklegaverðlaunaðir. Árangursupplýsingar eiga að sendast til sprettur@sprettarar.is ámeðfylgjandi formi keppnisárangur 2023 fyrir fimmtudagin 26.október Stjórn Spretts hefur farið yfir reglur og stigagjöf fyrir íþróttafólkSpretts. Þetta eru reglur sem gilda fyrir árið 2023. Eftirfarandi verðlaun verða veitt:… Read More »Keppnisárangur 2023

Áhugamannadeild Spretts 2024

Undirbúningur er á fullu fyrir tíunda keppnisárið í Áhugamannadeild Spretts, Samskipadeildinni.Við stefnum á glæsileg mót árið 2024 og hafa dagsetningar löngu verið teknar frá í Samskipahöllinni. Ný lið sem hafa áhuga á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 7.október nk. Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn fimm knapa liðsins. Þau lið sem féllu úr deildinni 2023 geta sótt um aftur og fara… Read More »Áhugamannadeild Spretts 2024

undirburður

Hópkaup á undirburði

Hestamannafélaginu Sprett langar að athuga áhuga félagsmanna á hópkaupum á undirburði. Með því að félagsmenn taki höndum saman og safni í eina stóra pöntun hjá innflytjendum og eða framleiðundum á undirburði teljum við möguleika á að ná góðum kjörum í krafti fjöldans. Fyrirkomulagið yrði þannig að Sprettur mun panta undirburðinn, hver og einn greiðir Spretti fyrir sinn fjölda af brettum/sekkjum. Undirburðurinn kemur á félagssvæði Spretts… Read More »Hópkaup á undirburði

Kynbótahross Spretts 2023

Ræktunardeild/nefnd hestamannafélagsins Spretts óskar eftir upplýsingum frá félagsmönnum um sýnd hross á árinu. Upplýsingar um IS númer, nafn hests og ræktanda skal sendast fyrir 30.september á: hanneshj@mi.is eða audur.stefansdottir@gmail.com. Efstu hross i hverjum árgangi verða kynnt og verðlaunuð.