Hestamannafélaginu Sprett langar að athuga áhuga félagsmanna á hópkaupum á undirburði. Með því að félagsmenn taki höndum saman og safni í eina stóra pöntun hjá innflytjendum og eða framleiðundum á undirburði teljum við möguleika á að ná góðum kjörum í krafti fjöldans.
Fyrirkomulagið yrði þannig að Sprettur mun panta undirburðinn, hver og einn greiðir Spretti fyrir sinn fjölda af brettum/sekkjum. Undirburðurinn kemur á félagssvæði Spretts og mun Sprettur geyma undirburðinn hjá sér og sjá um að keyra hann í hús með tilgreindum fyrirvara um afhendingu, ekki hægt að ætlast til þess að fá nýtt bretti eða sekk samdægurs heim að húsi.
Það sem við biðjum Sprettarar að gera sem vilja vera með í hópkaupunum er að senda póst á [email protected] og tilgreina fjölda bretta/sekkja sem viðkomandi þarf fyrir veturinn. Flestir stórsekkir eru um 500kg af spónakögglum og bretti með pokum ca 600kg.
Áhugasamir vinsamlega sendið póst á [email protected] fyrir 25.sept með áætluðu magni fyrir hvert hús.