Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Starfsmaður óskast

Hestamannafélagið Sprettur leitar að starfskrafti í hlutastarf. ·        Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt ·        Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vinnu á traktorum. ·        Þarf að geta sinnt viðhaldi á eignum Spretts. ·        Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Nánari upplýsingar í gegnum sprettur@sprettarar.is

Skötuveisla Spretts 2023

Skötuvinir Spretts blása til veislu í hádeginu föstudaginn 22.des,11:30-14:00 Takið daginn frá. Nánari dagskrá og upplýsingar verða auglýst fljótlega. Borðapantarni fara fram á Sprettur@sprettarar.is eða á skrifstofa@sprettarar.is Skötuvinir

Sjálfbærni Spretts

Á haustdögum var sett á laggirnar Sjálfbærninefnd Spretts. Fyrsta verkefni hennar er að bæta ásýnd svæðisins og fegra það. Það verður aðeins gert í góðri samvinnu við sveitarfélög og aðra sem láta sig svæðið varða. Hugmyndir sem hafa verið til umfjöllunar eru t.d. að óska eftir svæði meðfram reiðleiðum til umráða í nágrenni við félagssvæðið. Þar sjáum við fyrir okkur að útbúa gróðurmanir sem plantað… Read More »Sjálfbærni Spretts

Vinna veitna á svæði spretts

Heilmiklar framkvæmdir eru á svæðinu okkar um þessar mundir og margt framundan. Á næstu dögum munu Veitur þurfa að grafa í sundur Hattarvelli vegna lagnar á heitavatnslögn að Húsasmiðjuhöllinni, reynt verður að haska því verki eins og kostur er, það verður hægt keyra inn götur fyrir ofan þverskurðinn. Með þessu styttist óðfluga í að við getum tekið inn hitaveitu í höllina okkar góðu. Biðjum kerrueigendur… Read More »Vinna veitna á svæði spretts

Félagsgjöld Spretts og worldfengur

Nú styttist óðfluga í að félagsgjöld fyrir 2024 verði send út á félagsmenn Spretts. Eins og margir vita þá geta skuldlausir félagsmenn fengið aðgang að Worldfeng í gegnum Sprett. Þeir félagsmenn sem ekki hafa enn greitt félagsgjöldin fyrir 2023 geta átt von á því að WF aðgangi þeirra verði lokað fyrir áramót. Stjórn hmf. Spretts

eitt pláss laust í félagshesthúsi Spretts

Vegna forfalla losnaði eitt pláss í Félagshesthúsi Spretts. Umsóknir berast á sprettur@sprettarar.is Félagshesthús Spretts er staðsett neðst í Heimsenda, í húsinu eru 5-6 pláss fyrir unglinga sem langar að stíga sín fyrstu skref í að halda hest. Húsið er hugsað fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-18 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku og hafa ekki tengingu inn í hesthús hjá… Read More »eitt pláss laust í félagshesthúsi Spretts

Bifreiðastöður óheimilar meðfram Samkipahöll

Af gefnu tilefni minnum við notendur Samskipahallarinnar að óheimilt er að leggja bílum meðfram höllinni að norðanverðu, þarna er reiðleið og því myndast óþarfa slysahætta ef bílum þar. Næg bílastæði eru við austur enda hallarinnar. (merkt með gulu) Búið er að merkja þetta greinilega við austur horn reiðleiðarinnar og biðjum við fólk um að virða þetta.

Ræktunarbú Spretts 2023

Nóta frá Sumarliðabæ (mynd Nicki Pfau) Við útreikninga á ræktunarbúi ársins hafði ekki verið tekið tillit til allra þátta sem telja til stiga og þau mistök verið leiðrétt. Ræktunarbú Spretts 2023 er Sumarliðabær 2 en að þeirri ræktun standa hjónin Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir. Hefur þetta verið leiðrétt við hlutaðeigandi aðila. Hestamannafélagið Sprettur óskar þeim innilega til hamingu og eru það vel… Read More »Ræktunarbú Spretts 2023

Rúllu og baggaplan Spretts

Þvi miður er umgegni og frágangur á rúllum og böggum á heyplani Spretts okkur Spretturum til háborinnar skammar. Bið alla sem eiga hey á planinu að fara sem fyrst að sínum stæðum og ganga frá endum og taka laust plast og henda því. Bið eigendur ónýtra bagga og rúlla að hafa samband við mig á sprettur@sprettarar.is eða í síma svo hægt sé að fjarlæja ónýtt… Read More »Rúllu og baggaplan Spretts

íþróttaeldhugi ársins

Íslendingar eru  hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur í annað sinn samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2023. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu. Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða til 5. desember á vefslóðinni https://isi.is/fraedsla/ithrottaeldhugi-2023/ . Leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa í gegnum árin nýtt eigin… Read More »íþróttaeldhugi ársins