Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Aðalfundur Spretts 2024

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023 þann 3.apríl n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar. Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins. 1. Fundarsetning.2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.4. Framlagning reikninga félagsins.5. Lagabreytingar.6. Kosning stjórnar skv. 6.… Read More »Aðalfundur Spretts 2024

Félagsaðild og þátttaka í mótum

Bendum Spretturum á þessa frétt sem birtist á heimasíðu LH á dögunum. Ítarefni frá mótasviði LH um mótaþátttöku og félagsaðild. Aðeins félagsmönnum Hestamannafélaga er heimil þátttaka í opinberum mótum innan vébanda LH. Keppnisrétt öðlast íþróttamenn er þeir hafa verið skráðir á félagsskrá hlutaðeigandi hestamannafélags. Í reglugerð um Landsmót og fjórðungsmót, grein 5, kemur fram að þátttökurétt á Lands- og fjórðungsmótum hafa félagsmenn sem skráðir eru… Read More »Félagsaðild og þátttaka í mótum

Kórkvöld Sprettskórsins

Kórkvöld Sprettskórsins verður í Arnarfelli í Samskipahöllinni á Kjóavöllumföstudaginn 22. mars kl. 20.00. Barinn opnar kl. 19.30. Gestakór: Kór GuðríðarkirkjuSérstakur gestur: Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvariPíanóleikari: Sigurður HelgiStjórnendur: Arnhildur Valgarðsdóttir og Atli GuðlaugssonMiðaverð kr. 4.500.-

Forskoðun í Hestamannafélaginu Spretti 24.02.2024.

Þorvaldur Kristjánsson kynbótaráðunautur sá um forskoðun kynbótahrossa í Samskipahöllinni24.febrúar. Ræktendur mættu víðsvegar að af suðvesturhorninu. Allir þátttakendur voru mjög ánægðir með störf Þorvaldar sem gerir fólki ítarlega grein fyrir á hvaða atriði er verið að skoða íbyggingardómi. Mætt var með 38 hross, 8 stóðhesta og 30 hryssur. 5 efstu í hvorum flokki urðu eftirfarandi. Hryssur: Stóðhestar

húsasmiðju&Blómavals slaktaumatölt Samskipadeildarinnar

Samskipadeildin fór vel af stað 22.feb sl. fyrsta mót vetrarins var Josera fjórgangurinn. Sigurvegrari kvöldsins var Hannes Sigurjónsson á hestinum Grími frá Skógarási. Skemmtilegt kvöld að baki þar sem margir nýjir keppendur komu fram. Næst er það fimmtudagskvöldið 14.mars þá verður slaktaumatölt í Samskipahöllinni, Húsasmiðjan&Blómaval styrkja þessa grein og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Hér er tengilll á viðburðinn á Facebook https://fb.me/e/1IWeQBF6H Keppnin mun… Read More »húsasmiðju&Blómavals slaktaumatölt Samskipadeildarinnar

Frí

Ég verð í fríi frá og með 29.feb til og með 6.mars. Ég mun ekki svara í síma en ef þið þurfið að nauðsynlega að ná í mig þá geti þið sent póst á sprettur@sprettarar.is, mun fylgjast af og til með netfanginu. Góðar stundir. Lilja

Úrslit 1. vetrarleika Spretts ´24

Fyrstu vetrarleikar Spretts fóru fram í dag, þátttaka var góð. Við tókum daginn snemma og hófum keppni kl 11:00. Keppt var í tölti T7 í öllum flokkum nema pollaflokk. Vetrarmótanefndin þakka öllum fyrir þátttökuna, sjáumst 24. mars á vetrarleikum 2. Pollar teymdirAri Ævarsson Vörður frá AkurgerðiJakob Geir Valdimarsson Afrodíta frá ÁlfhólumDíana Elsa Bjarnadóttir Gleði frá UnalækÞórunn Anna Róbertsdóttir Hrafnaflóki frá HjaltastöðumAnna Júlíana Björnsdóttir Garðar frá… Read More »Úrslit 1. vetrarleika Spretts ´24

1. Vetrarleikar Spretts 2024

Vetrarleikarnir hefjast 11:00 á Pollaflokkum. Að pollaflokki loknum verða börn minna keppnis vön og svo koll af kolli. Áætlað er að hvert holl taki 5 mín í forkeppni, úrslit verða riðin að hverjum flokki loknum. Pollar (9 ára og yngri) – teymdir Pollar (9 ára og yngri) – ríða sjálfir, allir eru sigurvegarar. Barnaflokkur minna vön (2 holl) svo úrslit Barnaflokkur, meira vön (1 holl)… Read More »1. Vetrarleikar Spretts 2024

Fyrsta mót 1.deildarinnar

Fyrsta mót 1.deildarinnar í hestaíþróttum mun fara fram í Samskipahöllinni í kvöld, 23.feb. Deildin hefst á fjórgangi, styrktaraðili kvöldsins er VÞ hurðir. 24 keppendur eru skráðir til leiks í kvöld og er greinilega mikil tilhlökkun fyrir kvöldinun meða þátttakenda og aðstandenda. Mótið hefst kl 19:00. Hægt verður að koma með hross inn í reiðhöllina að knapafundi loknum sem verður kl 18:00 Veitingasalan í veislusal Spretts… Read More »Fyrsta mót 1.deildarinnar

Skráning á 1.vetrarleika Spretts

Fyrstu vetraleikar Spretts verða haldnir sunnudaginn 25.feb nk. Mótið hefst kl 11:00 í Samskipahöllinni. Sú ákvörðun hefur verið tekin að breyta til með form vetraleikanna nú í vetur, á fyrsta mótinu verður keppt í T7 í öllum flokkum, nema pollaflokk, skráning fer fram í gegnum Sportfeng, skráningu lýkur föstudaginn 23.feb kl 23:59. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Tölt T7 Knapi velur upp á hvora… Read More »Skráning á 1.vetrarleika Spretts